Færsluflokkur: Íþróttir
Sunnudagur, 25. mars 2007
Sunnudagsleti og nístandi samviskubit - hvað segja karlmenn?
Langar til að fá komment frá karlmönnum varðandi þetta samviskubit sem mikið er talað um að sé landlægt hjá konum.
Á laugardögum leyfi ég mér að vera löt og njóta þess að vera í fríi eftir vinnuvikuna. Að minnsta kosti er það það sem ég segi sjálfri mér. En mér tekst ekki alveg að gleyma öllu sem þyrfti að gera á heimilinu. Misáríðandi að vísu og enginn lætur lífið þó ekki sé tekið til hendinni við þrif, göngutúr með hundana, sundferð með krakkana, heimsókn til afskiptrar vinkonu eða tiltekt í bílskúrnum og háaloftinu.
Á sunnudögum er samviskubitið yfir framkvæmdarleysinu orðið nístandi og ég hlakka bara til að mæta í vinnuna á mánudeginum þar sem ég er engin liðleskja, skila mínu og er ánægð með afraksturinn.
Núna t.d. sit ég hér og blogga í stað þess að vera að gera það sem ég ætti að vera að gera
Nú er það einu sinni svo, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að á flestum heimilum er hlutverkaskipting eftir kynjum. Þ.e. oft eignum við karlmönnunum ''karlmannsverkin'' og konum ''kvenmannsverkin''. Auðvitað tekur maðurinn minn fram ryksuguna öðru hverju, setur í þvottavél, skiptir á rúmunum o.sfrv. og ég skipti um ljósaperur, negli nagla í vegg, slæ blettinn o.sfrv. En þegar upp er staðið eru hlutirnir þannig að skítug rúmföt, skítug gólf, skítug föt og skítug börn pirra mig meira en hann og þess vegna verður þetta í rauninni í mínum verkahring.
En svo má líka segja að ónegldur nagli, ósleginn blettur og dauð ljósapera pirra mig líka meira en hann svo það er í rauninni í mínum verkahring að nauða í honum að koma sér að verki eða gera þetta sjálf. Við erum bara svo heppin/óheppin vinna jafn mikið utan heimilisins og vera því löglega jafn löt heimafyrir. Ég veit það eins og ég sit hér að ef ég væri ofvirk húsmóðir (eða bara húsmóðir yfirhöfuð) þá væri ég kleppsmatur að búa með manni sem aldrei kæmi sér að verki í nokkurn skapaðan hlut.
Mér finnst að það ætti að greiða niður heimilishjálp inn á öll heimili þó ekki væri til annars en að lækka kostnað á öðrum sviðum því ég segi fyrir mitt leyti að ef þetta heldur svona áfram þarf ég sennilega á geðhjálp að halda vegna samviskubits og þá þarf ríkisbatteríið að standa straum af þeim kostnaði.
Ég hef áhuga á að heyra frá húsfeðrum/húsbóndum/sambýlismönnum. Hvernig er þetta með ykkur? Eruð þið með nagandi samviskubit yfir ókláruðum verkefnum heima fyrir á meðan þig dundið ykkur í tölvunni eða liggið í makindum yfir fótboltanum og formúlunni?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1640569
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta