Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ný kynslóð, uppfull af kvenfyrirlitningu, að alast upp

Mér var sagt frá viðtali um daginn við karlmann sem í mörg ár hefur starfað með unglingum í unglingavinnunni eða ámóta starfi.

Ég hef ekki allar staðreyndir á hreinu, t.d. í hvaða  í blaði viðtalið birtist eða nafn mannsins þar sem það fylgdi ekki sögunni, en mikið brá mér að heyra um þetta;

Þessi maður sagði að aldrei nokkurn tíma hefði hann áður í starfi sínu orðið var við eins mikla kvenfyrirlitningu eins og núna frá þessum ungu drengjum sem starfa undir hans stjórn.

Hann sagði klámkjaftinn á drengjunum vera ofboðslegan og virðingarleysið við stúlkurnar sem þeir vinna með vera algjört. Þeir neita að sópa því það sé kvenmannsverk. Hann hefur margoft orðið vitni af yfirlýsingum drengja um fáránleikann í því hversu háum stöðum kvenfólk sé farið að gegna og svona mætti lengi telja.

Aðspurður hvað hann teldi vera orsökin fyrir þessu nefndi hann klámvæðinguna.

Ég er búin að vera lengi að melta þessa frásögn. Er enn að reyna. Hef verið að velta fyrir mér hvernig geti staðið á því að drengir sem alast upp við það að mamma og pabbi vinni bæði úti og eigi sér ''career'' hafi þessa sýn á kvenfólk. Auðvitað veit ég að ennþá er það afar algengt að öll húsverk og það sem viðkemur heimilinu falla á konuna, jafnvel þó hún vinni jafnlangan eða jafnvel lengri vinnudag en maðurinn. En það hlýtur samt að vera á undanhaldi. Eða hvað?

En sennilega skiptir þetta með heimilishald bara engu máli. Sennilega er þetta hárrétt hjá manninum. Þessi mynd sem krökkum er gefin í dag að kynlíf, klám, bert kvenfólk, súludansmeyjar, einkadans, tölvuleikir þar sem nauðgun er mission, munngælur er aðgangseyrir inn í partý.....

Ég hef hér á blogginu mínu birt greinar úr bók sem heitir Kynlíf og er skrifuð 1937. Þetta hef ég gert bæði í gríni og alvöru til að sýna fram á hversu fornaldarleg hugsunin var á þessum tíma varðandi konur og kynlíf. En svei mér þá ef sú sýn er ekki betri en það sem við erum að upplifa í dag.

Eins og í raunveruleikanum eru fjöllyndir karlmenn í klámmyndum ''folar'' en konurnar ''easy'' og ''glyðrur'' sem ''láta alla ríða sér'' (afsakið orðbragðið).

Það sem þarf hér er uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi. Feður þurfa að tala við drengina sína og ekki bara um að muna að nota smokkinn svo þeir geri ekki einhverja stelpu ólétta.

Pabbar: þið verðið að ræða við strákana ykkar um kynlíf. Að kynlíf snúist ekki um að ríða. Að nei þýðir nei. Að munngælur séu líka kynlíf. Að klámmyndir séu ekki raunveruleikinn. Að á bak við hvern súludansara, á bak við hverja stúlku í klámmynd, hverja vændiskonu sé sorgarsaga. Að ekki sé eðlilegt að kaupa sér kynlíf......

Hjálp! Ég er kjaftstopp. 


Fóstureyðing eða ekki fóstureyðing

Reiðin er farin að krauma undir niðri hjá mér yfir þessari umræðu um fóstureyðingar í kjölfar sónars þegar í ljós kemur að fóstrið er ekki heilbrigt.

Þetta komment hér  sem ég setti inn við færslu hjá Jenný bloggvinkonu segir kannski eitthvað um mína sýn á málið.

En það sem ég vil segja hér er að það er gott og blessað að tala um hversu slæmt það er ef allir sem eru öðruvísi hreinlega deyi út og umburðarlyndi okkar með þeim.

Það er gott og blessað að gagnrýna eða hafa samúð með vali foreldra sem standa frammi fyrir slíkri ákvarðanatöku.

Það er gott og blessað að vera á móti fóstureyðingum.

Það sem er ekki gott og blessað er að kerfið, ríkið, sveitarfélögin og aðrir háir herra í stjórn þessa lands gefa okkur ekki marga valkosti. Að fæða fatlað barn inn í þetta þjóðfélag er ávísun á ströggl, baráttu, grát og gnístran tanna, óréttlæti og endalaust stríð. Maður þarf að væla út hjálp og stuðning. Jafnvel stuðning sem barnið á rétt á samkvæmt lögum. Hversu sjúkt er það? Eins og það sé ekki nóg að takast á við sorgina yfir að barnið þitt verði aldrei sjálfstæður einstaklingur sem taki eigin ákvarðanir um líf sitt. Manns eina von er að kannski sé hægt að vista barnið á stofnun þegar það er orðið fullorðið og það geti lært að hugsa um daglegar þarfir sínar sjálft með góðra manna hjálp. Og hvenær er maður tilbúin að sleppa hendinni af þessum einstakling sem er í meiri hættu en aðrir að verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Hverjum getur maður treyst?

Og kerfið fær mann til að líða eins og aumingja sem er upp á náð og miskunn annarra kominn og vilji láta vorkenna sér. Hverjum langar að sitja inn á skrifstofu hjá einhverju stofnanabatteríi og grenja yfir því hvað krakkaskömmin sé erfið og hvað allt sé dýrt.

Hér þarf að verða einhver vakning hjá hinum opinbera. Einhver skilningur. Einhver framför. Annars munu fatlaðir einstaklingar hverfa úr þjóðfélaginu okkar því án efa mun tæknin á endanum gera okkur fært að greina öll fóstur og gallana ef einhverjir eru.

 Er Hitler ekki bara að fagna sigri þar sem hann er staddur, hvar sem það nú er.


Ég elska

Er ekki alveg að meika að það sé venjulegur þriðjudagur á morgun. Get þó verið þakklát fyrir að aukavinnan mín á þriðjudagskvöldum s.l. 8 ár er liðin tíð, svo ef ég hugsa þetta svakalega jákvætt þá er vinnudeginum lokið hjá mér á morgun kl. fimm í stað miðnættis.

Má samt segja að nú þegar páskunum er lokið er ég tilbúin að taka á móti vorinu.

Ég elska:    hearts                                         

                                                                                      sheets

  • að sofa út
  • að vera úti í úðarigningu                                                        
  • þegar börnin mín hlæja 
  • að sofna með vindinn gnauðandi fyrir utan gluggann
  • að sjá tréin laufgast
  • þegar fer að dimma á haustin og tímabært að kveikja á kertum aftur eftir sumarið
  • Að fara beint úr sturtu upp í rúm með brakandi hreinum rúmfötum
  • að eiga stund fyrir sjálfa mig
  • að eiga börn til að elska og knúsa og skamma
  • það þegar börnin mín eru komin í rúmið á kvöldin
  • nikótíntyggjó
  • þegar maðurinn minn brýtur saman uppsafnaðan þvott og gengur frá honum
  • manninn minn (most of the time Devil sérstaklega þegar hann gengur frá þvottinum)
  • að sitja á pallinum á sólardegi með rauðvínsglas, sígó (þetta sumarið verður það tyggjóið) og bók
  • að hafa góða samvisku
  • Að borða (smá stoppari í þeirri deildinni þessa dagana)    candle
  • Að hlæja með vinkonu yfir kaffibolla
  • að eiga góða að (það er sko ekki sjálfgefið)

friends


Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband