Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Börn á MSN

Gelgjan, sem er 10 ára síðan í janúar, fékk nýlega að opna sitt eigið MSN.

Hún er búin að setja inn nokkra tengiliði, vini úr bekknum. En það dælast inn boðflennur. Alls konar nöfn birtast á skjánum og segja hæ.

Við brýnum fyrir henni að hún megi alls ekki tala við neinn á msn-inu sem hún ekki viti hver er og alls ekki samþykja neina sem tengla sem hún ekki þekki. Nógu snemma verður hún nú samt farin að tala við fólk út í bæ sem við vitum ekki haus né sporð á.

Ég er náttúrlega svakalega paranojuð manneskja þegar kemur að börnunum mínum og þykir oft leiðinlegt hversu tortryggin ég er.

Í kvöld poppaði einn upp á skjáinn þegar ég sat við tölvuna. Daman hafði auðsjáanlega gleymt að logga sit út (eins og það heitir á góðri íslensku) og ég ákvað að svara honum og vita hvað kæmi út úr því. Hann sagði mér að hann væri 12 ára og þá sagði ég honum að ég væri 38 ára. Honum virtist vera alveg sama og spjallaði við mig. Svo bauð hann góða nótt og sendi mér veifandi karl að skilnaði. Ég skammaðist mín niður í tær. Þetta var einhver saklaus 12 ára drengur sem greinilega leiddist og var alveg til í að tala aðeins við einhverja kerlingu út í bæ, en ég ætlaði honum allt hið versta.

Ég kem til með að halda viðvörunar-yfirlestra á hverjum degi og ég hef sagt henni frá mönnum sem tæla ungar stúlkur í gegnum netið og bókstaflega hrætt hana svolítið.

Anyway... hvað finnst ykkur um msn notkun barna?

Mér finnst gelgjan eiginlega of ung en Þetta er svona týpískt dæmi um ''en mamma aaaaaallir eru með msn'' eða ''en mamma, aaaaaaaaaaaallir eiga svona skó''.  Og ég læt undan Blush


« Fyrri síða

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband