Leita í fréttum mbl.is

Sumarið 2009

 

Sumarið 2009 er sumarið sem Íslendingar kusu að eyða krónunum sínum í bensín, íslenskar vegasjoppur, tjaldsvæði og grillmat og ferðuðust innanlands.

Þetta átti að verða sumarið sem ég gerði nákvæmlega ekki neitt vegna efnahagsástandsins, en varð sumarið sem ég hef aldrei verið hreyfanlegri.

Þrjár sumarbústaðarferðir, ein utanlandsferð, sólarhringsdvöl í sveitasælu Borgarfjarðar og, afar merkilegt í augum þeirra sem þekkja mig: útilega með tjaldi, uppblásnum dýnum, ferðagrilli og tilheyrandi. Þeir tveir, sem eru aðalástæða óhreyfanleika míns almennt, Viddi Vitleysingur og Sá Einhverfi, voru með í för í umræddri útilegu.

Á meðan Viddi gelti óspart á hunda og menn, svaf Sá Einhverfi inni í tjaldi í rúmlega hálfan sólarhring. Þetta er sem sagt sumarið sem ég fann lausn á svefnleysi drengsins. Hér eftir mun ég tjalda í bakgarðinum ef ég vil að drengurinn sofi meira en 5 tíma í einum rikk.

Sumarið 2009 er líka sumarið sem ég varð mér úti um bjórvömp án þess að drekka bjór. Ætli ég verði ekki að skella skuldinni á (stöðugt) sull í hvítvíni og rauðvíni, vöðvaslökun og ótæpilegt magn matar. En bumban líkist bjórvömb hvernig sem á það er litið.

Sumarið 2009 er sumarið sem átti að rigna stöðugt og ég ætlaði að vera óstöðvandi í rithöfundagírnum og uppfull af andagift en breyttist í sumarið sem ég skrifaði ekki neitt. Ekki einu sinni bloggfærslur. Og aldrei á ævinni hef ég verið duglegri að liggja í sólbaði.

Sumarið 2009 var mér afskaplega gott. Og það er ekki búið enn....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu ekki bara ólétt?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

He he nei HRönnsla mín. Þá fyrst myndi ég nú kasta mér fyrir björg. Eða jafnvel í vegg eins og Jennsla.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2009 kl. 16:45

3 identicon

hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og kossar......:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.8.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHA

Ómar Ingi, 6.8.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki ólétt bara í góðum holdum, ég líka vinkona eftir fjórar vikur á þessu guðsvolaða landi elds og ísa. 

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2009 kl. 20:51

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ía mín. Það er gott að eiga partner in crime. Takk fyrir það. Nú er takmarkið hjá mér að ná af mér bumbunni í vetur svo ég geti safnað nýrri sumarið 2010.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2009 kl. 20:54

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæzilegt sumar hjá þér gæzkan, dona á pari við veruleikann, með öllum koztum & einhverjum bumbum.

Ekki þar fyrir, bumbuzöbbnunarfíkn annara manna kvenna er mér ekkert áhugaatriði á meðan ég get brotið mína saman í meðalztóra adidaz tözku.

En ég zkil Ian, enda sef aldrei betur en í mínum tvítuga tjaldvagni, helzt við lækjarnið & föglazöng.

Steingrímur Helgason, 6.8.2009 kl. 23:10

9 Smámynd: Sifjan

Nóg að gera hjá ykkur.. ég er ennþá að mana mig upp í það að fara með minn gaur í útilegu.. er ekki alveg að sjá hvernig það komi til með að ganga upp !!!

Kannski á maður það til að mikla hlutina of mikið fyrir sér þegar einhverf börn eiga í hlut... komin tími á að breyta um hugarfar.. ég geri það bara næsta sumar :=)

Sifjan, 7.8.2009 kl. 18:12

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

okei þú ert komin með tanorexíu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.8.2009 kl. 21:00

11 Smámynd: Karl Tómasson

Það er greinilegt að sumarið 2009 hefur verið ánægjulegt hjá þér og þínum kæra Jóna Gísla og mikið er það gott. Smá bumba gerir nú lítið til mín kæra.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 7.8.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Zzzzzzteini minn. hmmm meðalstóra Adidas tösku... ég ætla að prófa

Sifjan. Að mikla hlutina fyrir mér, eru mínar ær og kýr. Veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala. Það var eiginlega þess vegna sem útilegan var ákveðin. Rífa sig upp úr gömlu hjólförunum.

Hulda. haha já kannski það. Ég heyrði líka af lotugræðgi með alzheimer um daginn. Þ.e. ég borða og borða en gleymi að æla.

Kalli minn Tomm. Það er rétt. hvað er smá bumba á milli vina

Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2009 kl. 16:06

13 identicon

Jóna,

Mér finnst markmið vetrarins fyrir næsta sumar það almerkilegasta í þessari fræslu.  Að ná af sér bumbu þessa sumars til að safna nýrri næsta sumar.  Hef sjaldan eða aldrei heyrt/lesið betri markmið og mæli svo sannarlega með þér :)

kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 23:51

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þakka þér fyrir Kristín. Það er allavega skárra en að halda bumbu sumarsins 2009 og bæta við hana Bumbu sumars 2010. Gæti endað með ósköpum...

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2009 kl. 01:57

15 identicon

Bjórvambir eru fallegar vambir ... þó ég sé að reyna að minnka mína

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 09:27

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ánægjulegt að lesa þessa færslu, og ætla ég að feta í fótspor þín og ná af mér bumbunni í vetur svo ég hafi pláss fyrir nýja næsta sumar, en ertu viss um að það sé ekki eitthvað búið að hreiðra um sig í þinni bumbu?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 22:48

17 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt eins og þín er von og vísa hahaha

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 16:01

18 Smámynd: Jens Guð

  Ég vona að þú hafir gætt þess að bera á þig Banana Boat sólkrem fyrir og eftir sólböð. 

Jens Guð, 12.8.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1639964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband