Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Dagskrá vikunnar - Spjallið við Guð gleymdist

 

Í dag er Dagskrá vikunnar borin út á 75.000 heimili. Þetta tiltekna tölublað er merkilegt fyrir þær sakir að í því birtist bloggfærsla eftir moi. Þetta þótti mér gaman, en það sem mér þykir leiðinlegt er að einhver mistök urðu í uppsetningunni. Það vantar niðurlagið á textanum í blaðinu. Einmitt þar sem Sá Einhverfi situr að spjalli með sjálfum Guði.

 Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég bara drullufúl yfir þessu.

Því set ég hér link inn á færsluna eins og hún birtist 8. ágúst.

http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/282006


Fékkstu þér silikon í sumar?

brjóst

Dagurinn byrjaði nokkurn veginn eins og ég var búin að plana. Ég vaknaði 06:45 og dreif mig út. Vel klifjuð af tösku með sunddóti, fötum fyrir daginn, andliti (þ.e. make-uppi) og hárvörum. Jiminn hvað það er plássfrekt að vera kona. Í fleiri en einum skilningi.

Það runnu á mig tvær grímur þegar ég sá aðeins örfáa bíla fyrir utan sundlaugina. Og þá mundi ég það. Laugin er lokuð vegna viðhalds til 17. september takk fyrir.

Ég brunaði því niður í Laugardalslaug og fór í smá nostalgíu kast því þarna fór ég í sund sem barn og sótti mitt skólasund. Hef ekki komið þangað í fjölda ára. Svei mér þá ef baðverðirnir eru ekki þeir sömu.

Ég dreif mig í einn ljósatíma á sunnudaginn til að fólk fengi ekki ofbirtu í augun þegar ég mætti í sund en ég uppskar aðeins tvöfalda athygli út á humarbleikan húðlitinn. Brann svona skemmtilega í ljósabekknum. Og þegar maður er svona breiður þá nær ljósabekkurinn ekki utan um þetta svo ég er með hvíta náttúrulega Adidas rönd niður með báðum hliðum.

Ég næstum því drukknaði á fyrstu 100 metrunum... sumpart vegna kulda held ég. En svo fann ég mig í þessu og synti bringusund, baksund og hundasund til skiptins. Synti nú samt bara 300 metra því ég var orðin svolítið sein eftir flakk á milli sundlauga.

Svo tók við púlið í búningsklefanum. Koma sér í leppana yfir vel brennda og viðkvæma húð. Klína á sig andliti og reyna að fela bleika litinn í andlitinu. Og svo hárið maður. Ákvað að ég gæti bara ekki staðið í þessu á hverjum morgni. Þvo mér um hárið og blása það þurrt. Hárgreiðslumeistarinn minn setur extra tíma á mig því hárið á mér er svo lengi að þorna. Svo ég keypti mér sundhettu. Svona smokkadæmi. Mátaði hana þegar heim kom fyrir Gelgjuna, Viðhengið og eina skólasystur í viðbót. Tók nokkur dansspor til að auka á niðurlægingu Gelgjunnar.

Í vinnunni var haft orð á því hvað ég væri brún. Sólarpúðrið er semsagt alveg að virka og einhverju hefur ljósatíminn skilað.

Í kvöld var fyrsti Herbalife heilsuklúbbsfundur eftir sumarið og það er ljóst að ég er ekki ein um að hafa eytt sumrinu í að éta. Fríða vinkona og stuðningsmamma með meiru mældi á mér kroppinn og ég bannaði henni að finna síðustu mælingar fyrir sumarfrí, til að bera saman. Hún gat samt ekki stillt sig og fletti upp 3 mánaða gamalli mælingu. Jiiiiii fékkstu þér silicon í sumar?

 Svo hló hún. Helvítið á henni.

Stundum veit Gelgjan hvað hún syngur. Minntist hún ekki eitthvað á huge brjóst um daginn?

 


Kynlíf eldri borgara

 

~7543370

Hjónakornin Jón og Gunna voru komin af léttasta skeiði en voru mjög virk í kynlífinu eftir sem áður.

Eitt sinn sem oftar voru þau upp í rúmi, létu vel hvort að öðru og stefndu á að eiga mjög góða stund saman. Þegar Gunna hvíslar munúðarfullt í eyra Jóns verður hún furðulostin þegar hann rýkur upp úr rúminu. Karlinn grípur haglabyssuna og æðir út. Þar stendur hann á sprellanum og miðar upp á þak.

Hvern andskotann er karluglan að bardúsa núna hugsar Gunna ergileg. Hún æpir á hann og spyr hvern fjandann hann sé að gera.

Jón æpti á móti: þú sagðir að það væri rjúpa á þakinu

NEI, gargaði Gunna á móti: ÉG SPURÐI HVORT ÉG ÆTTI AÐ KRJÚPA EÐA VERA Á BAKINU!!

 


Its out there now - I'm fat

 

 vogÍ  framhaldi af innhverfri íhugun varðandi hreyfingu og breytt og betra (aðallega minna) mataræði, og breyttan lífsstíl, hef ég tekið ákvörðun. Frá og með morgundeginum, fyrsta vinnudegi eftir sumarfrí, verður tekið á því. Og ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin í gær þá hefði hún svo sannarlega verið tekin í dag eftir að ég fjárfesti í nýrri baðvog.

Ég ætlaði að vera sparsöm og kaupa digital baðvog í Tiger í Kringlunni. Held hún hafi kostað 1600 krónur. Hún var auðvitað búin þegar ég mætti þar í dag.

Ég dreif mig því yfir í Byggt & Búið og keypti mér eina á 4.100 krónur, því vigt skyldi ég fá. Þetta er mikið eðaltæki því hún gerir allt nema að vekja mig á morgnana. Á meðan ég skellti mér í kökuhlaðborð yfir til Önnu frænku þá settist Bretinn niður með vigtina og hóf að lesa manualinn. Þegar ég kom til baka, útblásin af kökum og fleira góðgæti, hófst sýnikennslan.

Bretinn lét mig stíga á vigtina og þar komst ég að því að kílóin fimm sem ég hef bætt á mig í sumar eru allt í einu orðin átta. OMG!!! Og svo bíðurðu aðeins sagði Bretinn... og núna máttu stíga og þá sérðu fituprósentuna.

Og áfram hélt hann: Og svo hérna er tafla yfir æskilega fituprósentu.... and you are.... no, Im not gonna say it.

Láttu ekki svona sagði ég.

Hann horfði á mig döpru augnaráði sem lýsti yfir samúð í minn garð; you are fat. 

Og þar hafið þið það: opinberlega og samkvæmt bókinni er ég feit. FEIT. Fyrir 39 ára konu sem er 162 cm á hæð er ég ekki normal samkvæmt staðli, eða overweight. Nei, ég er feit.

 Og fyrst við erum með þetta allt out in the open þá kemur þetta hér...... ég er..... ég er... what the hell 72 kg. Andskotinn.

Úr þessu verður bætt og það verður gert á eftirfarandi hátt (og þið eruð vitni mín, aðhald mitt og samviska mín):

  1. Hreyfing: Sundsprettur alla virka daga fyrir vinnu (hugsað til að koma blóðinu á hreyfingu, hjarta og lungum í betra horf og auka vöðvamassa). Jafnvel einstaka göngutúr með Vidda hund.
  2. Mataræði: Prótein/Herbalife shake eftir sund og í hádeginu (bragðbættur með skyri/banana/berjum/ávaxtasafa). Muna Omega hylkin, vítamínið og trefjatöflurnar (svo gott fyrir hægðirnar). Heitur kvöldmatur eldaður af Bretanum af ást og umhyggju fyrir mér.
  3. Svefnvenjur: Komin upp í rúm ekki seinna en á miðnætti. Sofnuð alls ekki seinna en 12:30. Ef á að stunda kynlíf þá verður það að gerast á öðrum tímum.
  4. Aðhald: Bloggheimar og Herbalife heilsuklúbburinn minn.

Andskotinn.

En nú er Bretinn að kalla á mig í mat. Egg og beikon með smjörsteiktum sveppum.

 


Er þetta bróðir Bols, haldiði?

 

Stundum spái ég og spekúlera í hlutunum. Stundum er það sniðugt framtak. Stundum ekki.

Ég er að spá í þessa færslu hér . Veit ekki hvort það er eitt af sniðugu framtökunum. Sumt er bara ekki þess virði að velta fyrir sér.

Ræð samt ekki alveg við það. Er að velta því fyrir mér hvort þetta sé bróðir Bols í leik. Einhvern veginn trúi ég því ekki að fólk geti verið svona mikil fífl.... nema viljandi.


Nauðgunarlyfið út af lyfjaskrá - hagur okkar allra

 

Heiða bloggvinkona hefur verið að kanna mál sem snertir okkur öll, hvort sem við viljum sjá það eða ekki.

Í mars á þessu ári sagði Heiða frá því á blogginu sína að hún hefði kynnt sér svefnlyfið Flunitrazepam. Flestir kannast betur við það undir nafninu Rohypnol eða nauðgunarlyfið.

Hún skrifaði m.a.: 

''Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti ''kostur'' lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.''

 

Á síðu Heiðu eru nánari og ítarlegri upplýsingar um lyfið og svör sem hún fékk frá Landlæknisembættinu í þessari ''könnunarferð'' sinni.

Þrátt fyrir að auðveldlega væri hægt að nota önnur lyf fyrir sjúklinga í stað Flunitrazepam, hefur lyfið ekki verið tekið út af lyfjaskrá.

Heiða hefur nú beðið okkur (bloggara) um aðstoð til að vekja athygli á málinu, með því að blogga um það og/eða senda Lyfjastofnun tölvupóst. Hann má vel vera saminn af ykkur sjálfum eða bara copy/paste á textann hér undir: 

 

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi barnanna okkar sem og annarra ástvina hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð

 

Virðingarfyllst

Jóna Á. Gísladóttir


Nýr liður inn í kjarasamninga

 

Ég er búin að taka mér óvenju góðan tíma í bloggrúnt í dag. Ástæðan er rólegheit á heimilinu. Bara ég og Þessi Einhverfi heima ásamt Vidda hundi og 3 köttum.

Gelgjan er hjá Viðhenginu og Bretinn og Breska konan eru á heimleið frá Eyjum. Flugu frá Bakka í dag og eru búin að taka túristann á Eyjar í dag.

Þegar ég segi að ég hafi tekið mér góðan tíma í bloggrúnt þá erum við að tala um allan daginn með smá hléum. Ef vel á að vera og maður nái að setja inn blogg sjálfur, lesa alla bloggvini og kommenta þar sem maður hefur eitthvað vitrænt fram að færa, þá er þetta fullt starf. Að ég tali nú ekki um ef maður ætlar svo að lesa eitthvað utan bloggvinasamfélagsins.

 Að öllum líkindum byrja ég að vinna á mánudaginn nk. eftir sumarfrí og hvað gera bændur þá? Þá er ég að tala um mig. Ekki það að ég sé bóndi eða hafi nokkurn tíma verið. Sem barn ætlaði ég reyndar að verða bóndi þegar ég yrði fullorðin.... ég er komin út fyrir efnið.

Á komandi vetri mun ég beita mér fyrir því að blogg-pása eða blogg-hlé verði inni í kjarasamningum.  Tillaga mín er eftirfarandi:

Morgunblogg - 12 mínútur

hádegisblogg - 26,5 mínútur

eftirmiðdagsblogg - 10 mínútur

 

Eru þetta ekki bara sjálfsögð mannréttindi?

 


Ekki neglur og ekki IKEA

 

hakarl

 

Klukkan er bara hálfellefu. Ég hef nógan tíma ennþá til að laga og lakka neglurnar á mér. Gæti meira að segja skvísað tánöglunum inn í prógrammið.

Hvað er opið lengi í IKEA? Hef ég enn tíma til að kaupa náttborð?

Bretinn þurfti óvænt að skutlast í vinnuna til að sitja fund. IKEA ferðinni var því frestað. Hann verður þó að fá að hafa eitthvað að segja um hlut sem er það síðasta sem hann sér áður en hann sofnar og það fyrsta þegar hann vaknar. Og þá er ég að tala um náttborð. Er ég of tillitssöm?´

Ég ákvað því að viðra aðeins Bresku konuna. Við lögðum bílnum við Hallgrímskirkju og töltum niður Skólavörðustíginn. Ég taldi að hún væri orðin aðframkomin af löngun í lestur breskra blaða svo við fórum á Súfistann. Það var virkilega huggulegt. Ég fékk mér cappuchino og hún fékk Latte í súpuskál. Á meðan ég blaðaði í gegnum Hjemmet og Norsk ukeblad las hún eitthvað menningarlegt breskt dagblað og var alsæl alveg. Við ræddum líka aðeins löngun mína í fartölvu og ég sá að konan á næsta borði var orðin hrædd um tölvuna sína. Ég hef sennilega verið ansi áköf.

Ég ákvað svo að kaupa bókina Engill meðal áhorfenda, eftir Þorvald sæta Þorsteinsson. En hún er víst ófáanleg. Ég fór í tvær fornbókabúðir á Hverfisgötunni en fann ekki bókina. Veit einhver hvar ég get fengið hana?

Við enduðum niðri við tjörn. Það er víst búið að setja hákarl í tjörnina sem nefnist Mannafæla. Komið skilti og allt.

 

 


Neglur og IKEA

 

nails

 

Í fyrsta skipti í fjölda ára er mér að takast að safna nöglum. Samt er ég í sumarfríi. Hef því nægan tíma til að naga neglurnar, kroppa í naglaböndin og bara gera það sem ég geri venjulega. Sem er að misþyrma á mér fingrunum. Sem er algjör synd því hendurnar eru minn fallegasti líkamspartur. Píanófingur, sagði einhver þegar ég var krakki.

 

Í dag ætla ég að taka fram naglaþjöl, handáburð og nýja naglalakkið mitt og dúlla við hendurnar á mér. Svo fer ég kannski bara í IKEA. Þó að Breska konan þoli ekki búðarráp. Látum Bretann sjá um Bresku konuna. IKEA ferðin verður bara mín golfferð.

ikea


Viltu vinna milljón?

Ljóskan tók þátt í viltu vinna milljón.

Hún fékk eftirfarandi spurningar:

Hve langan tíma tók 100 ára stríðið?

           a) 116
           b) 99
           c) 100
           d) 150 
         

Hún sat hjá í þessari spurningu (ég man reyndar ekki eftir þeim valmöguleika)



            2. Í hvaða landi er Panama hatturinn fundinn upp? 


           a) Brasilíu

           b) Thili
           c) Panama
           d) Equador 


Ljóskan spurði salinn


           3.Í hvaða mánuði er október by
ltingin haldin hátíðleg ? 


           a) Janúar
           b) September
           c) Október
           d) Nóvember
           

Ljóskan hringdi


            4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI? 


           a) Albert
           b) Georg
           c) Manuel
           d) Robert
           Ljóskan tekur út tvö röng svör



            5. Eftir hvaða dýri eru Kanarí eyjar nefndar? 

           a) Kanarífugli
           b) Kengúru
           c) Sel
           d) Rottu 

Ljóskan hætti 


           

Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni, 
Þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
    

 

1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453. 
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador. 
3. Október byltingin er haldin hátíðleg 7.nóvember 
4. Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn 
5. Kanaríeyjar eru nefndar eftir sel. Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir Selseyjar. 


           

Guys. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Ég hef ekki hundsvit á þessu.


Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband