Leita í fréttum mbl.is

Ég fann lykt af vorinu

 

Ég fann lykt af vorinu!!

Mér hefur alltaf þótt þetta afar skáldleg setning og rómantísk setning. Hef aldrei tekið hana trúanlega samt sem áður.

Veðrið í dag hefur verið með eindæmum fallegt. Sólskin, blár himinn og mjallahvítir skýhnoðrar. En kalt kalt kalt. Eins og fallegur haustdagur.

Seinnipartinn í dag þurfti ég nauðsynlega að skjótast úr vinnunni til að skreppa í mjólkurbúðina að kaupa gullinn vökva í umbúðum sem sumir kalla belju.

Ég setti á mig hálsklútinn, klæddi mig í ullakápuna og hneppti upp í háls. Steig út fyrir dyrnar og dró andann djúpt, og veitti ekki af eftir langa setu við skrifborðið. Og þá gerðist það... lyktin sem fyllti vitin var öðruvísi en sú sem ég andaði að mér í gær og hinn og hinn. Og ég hugsaði með mér: svo það er svona sem vorið lyktar.

Og ég varð eitthvað svo glöð.

Og í kvöld, þegar ég fer að innbyrða það sem keypt var í mjólkurbúðinni, ásamt vinkonum mínum, þá verð ég jafnvel ennþá glaðari

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mjólurbúð, gullinn, belju mmmmm ókey, þú veist að þú átt að fara alveg eftir því sem læknirinn saggði með, þú veist þetta með hvaða lit hvenær og fjölda per dag.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Ómar Ingi

Skál Jóna mín hafðu það gott í kvöld með stelpunum þínum

Ómar Ingi, 6.5.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skál skvísa.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá! Lyktin af vorinu er engu lík. Góða skemmtun með gylltu beljunni og hinum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Er hægt að fagna vorinu á betri hátt? Í faðmi vina, dreypandi á (út)landsins gæðum, hlæja og hlakka til sumarsins ... gleðilegt sumar til þín og allra þinna!

Jón Agnar Ólason, 6.5.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

skál fyrir vorinu

María Guðmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband