Leita í fréttum mbl.is

Fitupælingar

 

Það eru margar spurningar sem koma upp í huga mér við lestur þessarar fréttar.

a) Ef meðalkonan er orðin 76 kg afhverju eiga þá konur sem eru jafnvel mun léttari en það, í erfiðleikum með að fá á sig föt í ''venjulegum'' fataverslunum?

Ég myndi halda að kona sem er 76 kg notaði á föt nr 12, 14 eða 16, eftir því hvar á kroppnum aukakílóin hafa tekið sér bólfestu. Í mörgum tískuverslunum er 12 það stærsta sem fæst. Þá þarf að leita til sérverslana sem reyndar eru yfirleitt með vandaða vöru, en samkeppnin er ekki mikil og því lítið um ódýra vöru. Afhverju breytast ekki framboð á fatastærðum á Skerinu í takt við fitnandi þjóð?

b) Hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld litið til hennar Ammmríku og spáð í hvaða hópur er hvað feitastur þar?

Það er ekki efnaða fólkið sem spænir í sig mat í takt við ríkidæmið. Nei, það er efnalitla fólkið sem lifir á skyndibita því hann er svo ódýr. Við erum á hraðferð á sama stað. Það er orðið svo dýrt að versla hollan og góðan mat að oft á tíðum er ódýrara, að ég tali nú ekki um fljótlegra, að tæta á næsta MacDonalds, Kentucky eða bara Skalla og versla í kvöldmatinn fyrir 5 manna fjölskyldu. Hvar er Mr. Scheving, bæjarstjóri Latabæjar. Ætti hann ekki að vera að berja boðskapinn inn í hausa íslensku ráðamannanna. Ekki virðist veita af.

c) Afhverju hefur íþróttatímum í grunnskólum ekki fjölgað frá því á árinu sautjánhundruðogsúrkál?

Eftir því sem ég best veit eru íþróttatímar  ennþá aðeins 2x í viku á stundaskrá. Eins og þegar ég var krakki. Sem var á þessum tímum, muniði.. allir krakkarnir í hverfinu úti að leika. Hlaupandi allan daginn. Máttum ekki vera að því að fara heim til að spæna í okkur grautinn og slátrið. Auðvitað ætti að vera skipulögð hreyfing í grunnskólunum í 30 mínútur hvern dag. Þarf ekki að fara inn í íþróttahús til þess. Það er nú ekki fyrir hvaða láglaunamann/konu sem er að kosta kannski þrjú börn í íþróttir.

d) Og hvað er þetta með ruslfæðið í grunnskólunum?

Kjötbollur, pasta, pylsur.... Þetta er sennilega eitthvað mismunandi eftir skólum og auðvitað ekki allt í þessum dúr. En afhverju er ekki gerður samningur fyrir hönd allra skólanna, við eitthvað framleiðslufyrirtæki, þar sem framleiddur væri hollur, vítamín- og steinefnaríkur matur.

 

Auðvitað liggur ábyrgðin alltaf fyrst og fremst hjá okkur sjálfum, en það er svo margt sem spilar inn í. Og sumu þarf að breyta í takt við nýja tíma. Ég myndi til dæmis vilja sjá vinnudaginn styttast um klukkustund hjá þeim sem skili þeim tíma í hreyfingu. Ég veit... crazy idea....

Þær eru margar breytingarnar sem manni dreymir um. En vongóð er ég svo sem ekki.

 

 


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

My sweet sister, great minds think alike.  Var að blogga um sama.

Elska þig í hnykil.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábærar ábendingar hjá þér Jóna mín. Þetta er nefnilega það sem gleymist alltof oft í offituumræðunni. Mér fannst það til að mynda góð hugmynd sem eitt sinn kom upp eða sú að læknar mættu ávísa kortum í líkamsrækt. Í ákveðnum tilfellum myndi Tryggingastofnun sem sagt borga kortin í staðinn fyrir blóðþrýstingslækkandi lyfin. Sú hugmynd dagaði uppi einhvers staðar. Það hafa ekki allir efni á líkamsrækt og því ekki að fyrirbyggja eða fara þessa heilbrigðu leið til að draga úr sjúkdómum fremur en að dengja alltaf lyfjum í fólk.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég vil fá Jamie Oliver og hans hugmyndir í alla skóla...

Allavega hugmyndirnar hans í alla skóla, bjartsýni að maðurinn getir verið á fleiri en 3 stöðum samtímis, þó hann sé orkumikill

ég er einmitt akkúrat 76 kíló ... en ég fer ört þó smækkandi , vona ég,fljótlega

Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 6.4.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, það kostar nákvæmlega ekkert að fara í hörkugöngutúr í 30-40 mínútur á dag, sem er mun hollara en að hamast í svitafýlustokknum líkamsræktarsal. Það kostar ekkert að leggjast á stofugólfið og gera nokkrar magaæfingar og armlyftur. Það kostar lítið að kaupa sér sippuband og fara út og sippa, eða nota bara nefnt stofugólf. Auðvitað eru einhverjir sem eru orðnir það illa feitir að þeir þurfa utanaðkomandi aðstoð, en oft er ástandið ekki verra en svo að nóg er að lesa sér aðeins til og velja svo þá leið sem hentar hverjum og einum. En það versta er einmitt það sem Jóna bendir svo réttilega á, það er miklu dýrara að kaupa hollan og góðan mat en kólestrólfyllt jukkfæði. Úrbóta er þörf á því sviði.

Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Búkolla. Það er rétt. Við höfum hækkað líka.

Jenný. híhí góðar! lovjútú

Steingerður. Þetta er auðvitað snilldarhugmynd. Hreyfing og breyttur lífsstíll hefur dregið fjöldann allan af fólki af öryrkjaskrá (og er ég á engan hátt að gera lítið úr vandamálum fólks með því að segja það).

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 10:04

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Í mínum skóla voru tveir íþróttatímar í viku og einn sundtími, það er ofboðslega laaaaangt síðan og ég er búin að vera með strákana mína í skóla í mörg ár og það er eins og þetta séu staðlaðar stundatöflur síðan 1978.

ÞAÐ ER EKKI BANNAÐ AÐ BREYTA - ÞAÐ VERÐUR AÐ BREYTA

Þetta er eins með frímínúturnar þær lengstu eru 20 mín. halló barn nær rétt að klæða sig í og fara út þá eru frímínúturnar búnar, það mætti fækka frímínútum og lengja þær (eins og sumir nýjir skólar eru farnir að gera)

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðríður. Jamie væri vel þeginn. Ég fer líka ört minnkandi

Markús. Þetta er auðvitað rétt og er akkúrat þetta búið að vera lengi á minni stefnuskrá. Heimaleikfimi. Tekur minni tíma, ódýrara svo ekki sé minnst á mitt stærsta vandamál: þ.e. að komast út af heimilinu. En þarf líka meiri sjálfsaga í svona ''sjálfstæða'' leikfimi en leikfimi undir stjórn þjálfara eða annarra. Og þar klikkum við mörg.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 10:07

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hulda. Nákvæmlega!

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 10:08

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég er sammála hverju orði !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:09

10 Smámynd: Ragnheiður

Góður pistill

(segi ég og les með skömmustusvip, er með líkamsræktargræjur hér, ættingja hans Vidda þíns)

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 10:29

11 identicon

Ég er svo sammála þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:36

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Er sko sammála þér,góður pistill

Svanhildur Karlsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:48

13 Smámynd: M

Orð að sönnu.  Hreyfing að minnka, meiri óhollusta í mat og eins og þú segir stuðlað að því að kaupa frekar ódýrt og óhollt.  Skammtar að stækka, 20% meira Twix fyrir minni pening. 2 L kók ódýrari en hálfslítra kók. Meiri seta yfir tölvu, kellingar og kallar  blogga og fitna   ALLIR út að ganga í góða veðrinu

M, 6.4.2008 kl. 11:04

14 Smámynd: Gunna-Polly

heyr heyr

Gunna-Polly, 6.4.2008 kl. 11:06

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Svo sammála hverju orði.

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 11:23

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill hjá þér Jóna.

Sífellt minni hreyfing er heila málið held ég.

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 11:37

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rjátlast kílóin af mér

með ráði sem ég fann;

ekkert brauð og ekkert smér

og ostinn set í bann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2008 kl. 11:58

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Matur er óheyrilega dýr, ferskir ávextir og grænmeti í kjarabúðum eru þriðja flokks í útliti og bragði. Viðskiptavinurinn vill eitthvað heilnæmt og holt fyrir peningana og mér er spurn:

Hvaða verðlausa rusli er verið að henda í fólkið sem hefur skynsemi að vopni og ætlar ekki eða getur ekki eytt meiru til matarkaupa?

Offita er stórvandamál og dýrt spaug fyrir heilbrigðiskerfið. Ungt fólk úðar í sig taumlaust af tilboðs óhollustu og lítur ekki í spegil fyrr en allt er komið í óefni. Margt hvert fullorðið fólk, er alltaf að troða einhverri óhollustu í börn og unglinga líka og þar með venja þau á sætuna sem er svo vond. Fyrirmyndin hlýtur hér að skipta einhverju máli.

Borða gufusoðinn fituríkan fisk, t.d. lax, sætar kartöflur og grænmeti í bland. Og út að ganga er byrjun á góðu spori, sem verður léttara og léttara í hvert skipti sem upp er staðið.... Gangi vel kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:22

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þú hitttir sannarlega naglann á höfuðið Jóna!

En"offitufaraldur"? Er ekki "faraldur" eitthvað sem er smitandi? Eitthvað sem fer hratt yfir og tekur marga með sér? Er þá offita smitandi? Úbbs!

Er ekki réttara að Offita sé sívaxandi vandamál, ekki "faraldur"?

Hins vegar hafa dæmin snúist algerlega við hér í heimi, því einu sinni var það mælikvarði um ríkidæmi hversu feitt fólk var...því feitari...því ríkari...

Núna er það feitur = félítill....eða????

Verkefnin fyrir íþróttaálfinn hlaðast upp meðan hann mokar peninga í Ammmríkunni....

Bergljót Hreinsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:40

20 Smámynd: Ómar Ingi

Tja Hérna Jóna

það er aldeilis að þú getur verið að vellta þér uppúr þessu fitudæmi alveg endalaust

En ég sá auglysingu í gær í sjónvarpinu brúðarkjóla leiga sem var með númer fyrir dverga uppí 6 x XL  já Sex Sinnum Extra Large , hvað er það eru fílar að gifta sig eða ??? Hélt að svona númer væru bara til í USA þar sem fólk étur hórmonaviðbjóð og Mcdonalds uppsóp og annarsslags horror sem fólkk er farið að kalla mat

Já sumt fólk er feitara en annað , en það er stundum miklu skemmtilegra af hverju skyldi það vera , þarf það að vera fyndið til þess að fá fólk til þess að líta fram hjá þeirri staðreynd að það er Stórt eða ætli að ástæðan sé önnur.

Það skiptir kannski meira máli að fólk sé nú ánægt með sjálft sig og ef ekki þá að gera eitthvað rótækt í málinu og það strax núna í dag en ekki á morgun osfv.

Hilsen

Ómar Ingi, 6.4.2008 kl. 13:17

21 Smámynd: Birgitta

Það verður vonandi langt þangað til við verðum eins og Ameríkanarnir. Ég er búin að búa í USA í nokkra mánuði og það sem sjokkeraði mest var mataræðið í skólunum. Hamborgarar, pizzur, naggar og pylsur í matinn, allt djúpsteikt (líka hamborgararnir) og í eftirmat eru kartöfluflögur og súkkulaðistykki. Sælgæti er m.a.s. notað sem verðlaun af kennurunum.

Sammála þér en held að fólk þurfi líka að líta sér nær. Það er ekki eins erfitt að borða hollt og það virðist í fyrstu, oft bara spurning um að breyta verslunarvenjum og hætta að kaupa kexið, kókið, snakkið og allt það - það er vont en það venst .

Birgitta, 6.4.2008 kl. 13:40

22 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góð hugmynd hjá Steingerði að læknar ávísi kortum á líkamsræktarstöðvar í stað lyfja.

Svava frá Strandbergi , 6.4.2008 kl. 14:02

23 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lækkum matarverð.....kíktu á bloggið mitt ;uppreisn:......getum þá kannske keypt hollari mat....Góður pistill hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 14:33

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragnheiður. Ég er líka sek um að nýta ekki náttúrulegu líkamsræktargræjuna á þessu heimili, þ.e. Vidda Vitleysing

Bergljót. Sammála þér að ''faraldur'' sé kjánalegt orð í þessu samhengi

Ommi. Eitthvað hefur þú misskilið pointið með þessum pistli held ég

Birgitta. Auðvitað er þetta spurning um breyttan lífsstíl en það er ekki svo einfalt. Sjálf hef ég gert akkúrat það og úða í mig grænmeti sem mest ég má. Það kostar mig fleiri þúsundir á viku.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 14:55

25 identicon

Ég er svo sammála þér, og ég vinn inn í þessum geira, þ.e.a.s. hollu mataræðinu og öllu því, samt er ég ekki í fullkomnu formi, nema þá að kringlótt sé form .. hm..

Algjörlega sammála.

Knús.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:13

26 Smámynd: Jónína Christensen

Sammála, sammála, sérstaklega síðasta "afsnittið". Mætum í vinnuna kl. 8, puðum í líkamsrækt til kl. 8:45, bað og svo tilbúin í slaginn kl. 9:00. Við getum meikað og maskarað okkur meðan við tökum fyrstu verkefnin, símtölin....

Jónína Christensen, 6.4.2008 kl. 15:15

27 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Já, ég er sammála þessu öllu saman... Og hvað er málið með grænmetis- og ávaxtaverð hérna? Ég myndi líklegast teljast til hinna efnalitlu en þykir helv hart að hafa þurft að hætta við að kaupa slíxa "lúxusvöru" vegna þess að það var of dýrt! Að sleppa kexi, nammi, snakki og þessháttar finnst mér lítið mál hafi ég ekki efni á því, en ávextir og grænmeti finnst mér að ætti að geta verið jafn sjálfsögð vara og mjólk eða brauð...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 15:17

28 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill hjá þér Jóna! Tillaga mín við að, sporna við hreyfingarleysi barna,  er að, dansa við þau, öllum stundum, heima og heiman.

-  Í skólanum er hægt að tengja saman, hreyfingu, fótmennt, tónmennt og tónheyrn,  með því að taka saman nokkur spor á hverjum einasta degi, jafnvel oft á dag. 

Kenna börnum að dansa saman, vals, polka og skottís, marsúrka osfrv. þá læra þau líka að snertast við önnur og betri tækifæri,  en þegar þau eru bara að lemja hvert annað. -  Þau læra  að syngja, hlusta og dansa, og snertast. 

   En einmitt þannig finna þau taktinn hjá hvert öðru.  Þessi aðferð, er heilsteypt og ódýr líkamsrækt.  - Og hefur skilað mun vænlegri árangri, þar sem hún er notuð,  en árangur í líkamsræktarstöð þar sem einblínt er á "útlit" einstaklingsins, en ekki þarfir barnsins, fyrir hreyfingu og eðlilegri útrás.  - 

Tek undir með Evu Benjamins um ruslfæðið og rándýrt hollustufæði.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:28

29 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistil hjá þér eins og alltaf

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 17:39

30 Smámynd: Linda litla

Vel gerður pistill hjá þér Jóna, þetta er svo mikið rétt.

Linda litla, 6.4.2008 kl. 17:41

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þessum frábæra pistli, svo verur maður að taka ábyrgð á eigin líkama og reyna að lifa þannig að maður komi sér ekki í heilsuleysi með vitlausu fæði og allt of lítilli hreyfingu.  Gott hjá þér elskuleg

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:45

32 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er einmitt að missa mig yfir þessu.

Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 18:26

33 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thörf umræda  og thvi midur,löngu ordin timabær. stefnir i mikid óefni heima á Íslandi. Já og halló!!! bara einn íþrótta eda hreyfingartíma hverslags á dag takk krakkar eru upp til hópa ad verda of þung og einhvernveginn verdur ad sporna vid.

María Guðmundsdóttir, 6.4.2008 kl. 19:02

34 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Reyndar er það þannig í skólanum hjá minni að það er leikfimi þar 3svar í viku og danstími einu sinni í viku þannig að þar er hreyfing 4rum sinnum í viku. Hins vegar er mötuneytið annar handleggur og finnst mér það oft algert drasl sem börnunum er boðið uppá. Einn skóli sem ég veit um býður börnunum uppá frían hafragraut í morgunmat og það er framtak sem fleiri skólar mættu taka sér til fyrirmyndar.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 6.4.2008 kl. 19:08

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðar pælingar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.4.2008 kl. 20:19

36 identicon

Þetta með hreyfingar skólabarna er athyglisverð og auðvitað á skólinn að stuðla að meirihreyfingu barnanna. En... ansi erfitt þegar mörg börn eru keyrð nánast inn í kennslustofuna á morgnana. Það myndast stundum örtröð við skólanna. Anton Bjarnason lektor við Kennaraháskólann hefur skrifað um þetta. Þetta með mataræðið er vonandi komið í alla skóla. Hér á Akureyri er grænmetisvagn í mötuneyti sem enginn kemst framhjá. Þori að fullyrða að í skólunum er framreitt hollara heilsufæði en á mörgum heimilum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:14

37 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðrún. Við erum nefnilega ekki alltaf vinnan okkar. Sem betur fer reyndar.

Jónína. Því miður get ég ekki nýtt mér líkamsræktarstöðvarnar á morgnana. Hádegið er í raun eini tíminn fyrir mig. Og hann er ekki heldur góður því það tekur lágmark klukkustund, allavega ef maður ætlar í tíma.

Sigríður. Nákvæmlega! Grænmeti og ávextir eru óheyrilega dýr vara.

Lilja Guðrún. Þetta væri náttúrlega það alskemmtilegasta. Að innleiða dansinn.

Sigrún. Hafragrautur er auðvitað snilld. Ég er samt hrædd um að gikkirnir börnin mín myndu fúlsa við slíku.

Gísli. Það var gerð könnun á því ekki alls fyrir löngu hversu margir keyrðu börnin sín í skólana og afhverju. Niðurstaðan var grátbrosleg: Allt of margir keyra og ástæðan? Það er svo mikil umferð við skólana að fólk óttast um börnin sín. Hér má deila um orsök og afleiðingu.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 22:25

38 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Jæja... ég var nú reyndar rúmlega 2 meðalkonur að þyngd í endaðan september en ákvað þá að breyta fæðinu. Mér var bent á að: borða 5 sinnum á dag, hreyfa mig daglega, sleppa öllu nema helst fiski og grænmeti og einhverju uppsópi eins og ég kalla þetta grófa dót. Semsagt tóm leiðindi.

 Ok ég reyndi samt að fjölga aðeins máltíðunum og borða því stundum 3 á dag, passa að heyfa mig ekkert... og er þó búinn að missa rúm 25 kíló.

Og í hverju felst þetta? Jú við hættum að vera með unnnar kjötvörur, sallöt, sætabrauð og kex og síðan hætti ég að nota bláa mjólk í kaffið og nota 6% léttost í stað smjörs. Málið dautt.

ps. Hreyfing í léttingarskyni er ótrúlega glatað fyrirbrigði. Þetta snýst einfaldlega um að innbyrða færri kaloriur en maður brennir. Og að synda 700 metrana og vera 200 kalóríum fátækari en ella segir allt sem segja þarf.

Þorsteinn Gunnarsson, 7.4.2008 kl. 02:10

39 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þorsteinn til hamingju með 25 kílóin sem fuku út um gluggann . Ég veit það ofsalega vel að hreyfing hefur ekki mikið að segja hvað varðar að tapa kílóum. En á einhvern skrítinn hátt er hún hvatning til að borða hollara. Fyrir utan það hvað hún er nauðsynleg fyrir æðakerfið, hjartað o.sfrv. Þú veist... þetta sem við vitum öll. En að missa kíló.. það er svo sannarlega rétt hjá þér: snýst um að innbyrða færri kaloríur en maður brennir.

En það má ekki gleyma því að sá sem er í kjörþyngd og hreyfir sig reglulega, hann getur líka leyft sér meira í mataræði (að sjálfsögðu innan skynsamlegra marka).  Því er best að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir börnin okkar og að sjálfsögðu að stuðla að góðri hreyfingu.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 10:00

40 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já ég er ekki að lasta hreyfinguna per se.. er eingöngu að velta því upp hversu vitlaus aðgerð mér finnst það vera að hamra á henni sem léttingartóli, og það við fólk sem aldrei hefur nennt að sinna henni ýmist vegna fitu, leti, minnimáttarkenndar eða hverjar svo sem ástæðurnar eru. Í mínu tilfelli er það fyrst og fremst leti og síðan hjálpar það ekki að mér hundleiðist hún

Ég get ekkert sagt af viti um fólk í kjörþyngd... enda aldrei verið neitt nálægt þeim þyngdarflokki. (mminnir á mjólkurauglýsingarnar hjá Jóni Gnarr).

En minnugur kaffitíma frá því í gamla daga þegar maður vann á mannmörgum vinnustað og fólk hafði enn með sér nesti í vinnu...  þá voru nokkrir einstaklingar tágrannir(og eru enn) og það voru þeir sem borðuðu eina brauðsneið í kaffinu  á meðan við þessir gráðugu skófluðum nokkrum í okkur. Og á föstudögum þegar siður var að fara og fá sér "eina" með öllu í hádeginu... gerðu þessir grönnu akkúrat það. Þeir fengu sér eina á meðan við skófluðum 2-3 í okkur. Það þarf ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að átta sig á útkomunni

Mín skoðun er sú að það eigi að ráðleggja þeim sem vilja léttast að gera sem fæsta hluti til breytinga. Það að ætla að skipta komlett um lífstíl í fólki með handafli er nánast óvinnandi vegur og flestir gefast upp ef umskiptin eru of mikil. En hvað veit ég...

Þorsteinn Gunnarsson, 7.4.2008 kl. 11:38

41 identicon

heyr heyr !!!

ég hef einnig sérstaklega tekið eftir því að matarskammtarnir á veitingastöðum hafa stækkað mikið og einn skammtur gæti oft á tíðum fætt 2 venjulegar fullorðnar manneskjur. Hvernig væri að minnka aðeins skammtana og rukka aðeins minna fyrir?

og einnig hef ég tekið eftir að venjulegir nútíma matardiskar á heimilum eru miklu stærri en þeir sem maður notaði í "denn". Hvað segir það manni? ja maður spyr sig :)

Sjöfn (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:06

42 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég bloggaði einmitt um nákvæmlega sama málið, með sláandi staðreyndum og tölum. Og þessa sömu hugmynd: Af hverju getum við ekki hreyft okkur á vinnutíma?? Nú þegar það gagnast öllu þjóðfélaginu í heild sinni eftir nokkur ár.....

Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 14:46

43 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er sammála því að hreyfing og útivera ætti að taka meiri tíma af stundatöflu skólabarna og með lengingu á skóladegi þurfi að bæti þeim tímum við.  En í meðalstórum skólum og ég tala nú ekki um stóru skólana þá er íþróttahúsið nýtt alla daga.  Auðvitað má fara út og hreyfa sig þar og hafa kennarar eflaust margar ástæður fyrir að gera það ekki.  Það er helst á vorin sem aukin hreyfing er hjá skólabörnum.  En með matarræði þá verð ég að taka undir með Gísla og segja að mötuneytismaturinn er eflaust hollar en á sumum heimilum.  Þótt að kjötbollur laumist með á matseðlinum þá er eflaust grænmeti og ávextir á hverju degi í boði.  En þegar börn koma í skóla þá hafa þau komið sér upp ákveðnum matarvenjum að heima og leikskóla og stór hluti af nemendum segist ekki borða grænmeti.  Það þarf oft að beita fortölum til að mega setja það á diskana.  Og í vonandi er aðeins boðið upp á vatn og mjólk í flestum skólum eins mínum. Ekkert kex og kruðerí né snakk og sælgæti.  Það má nemendur á öðrum stað .

Rósa Harðardóttir, 8.4.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639990

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband