Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg

 

Þegar ég fer í helgarinnkaupin í Bónus, þá verð ég að hafa með mér tossalista. Annars snýst ég bara í kringum sjálfa mig og kem heim með tóma vitleysu.  

tossalistiRétt fyrir páska var ég að krota upp einn slíkan lista þegar Sá Einhverfi kom skundandi og bætti við listann. Getið þið giskað á hvaða ''item'' það var sem hann óskaði eindregið eftir að yrði keypt í þessari innkaupaferð? Eins og oft áður er hans framlag myndrænt. Einföld, en vel skiljanleg teikning.

 

 

 

 

Á föstudaginn langa skelltum við okkur í sund og dvöldum þar í rúman klukkutíma eins og sardínur í dós. En það var allt í lagi. Það er bæði gleðilegt og sorglegt í senn að sjá hvað Gelgjan tekur mikla ábyrgð á bróður sínum. Ef henni finnst við óþarflega kærulaus þá eltir hún hann um allt. Fer með honum upp í rennibrautina til að passa upp á að hann fari ekki  í sallíbunu of fast á fætur næsta manni á undan og þess háttar.

Mr BeanÞegar okkur var orðið of kalt, Bretanum, Gelgjunni og mér og vorum komin  ofan í heita pottinn fann Sá Einhverfi sér annað til dundurs. Hann stillti sér upp á sundlaugarbakkanum og lék atriði úr Mr. Bean með tilheyrandi hljóðum og látbragði. Það vill svo skemmtilega til að hann hefur sjálfur,  einhverja síðustu daga, smellt myndum af tölvuskjánum þegar hann hefur verið að horfa á þetta atriði. Hann finnur þetta sjálfur á netinu.

 

Mr. Bean

 

 

 

Eins og alltaf, faldi ég páskaegg krakkanna og þau hófu leit eftir morgunmat á páskadag. Sá Einhverfi hefur aldrei raunverulega verið látinn leita en ég ákvað að láta á það reyna núna. Hann var nú hálfringlaður en þar sem mamman er ekkert sérstakega mikið kvikindi þá hafði ég eggið vel sýnilegt fyrir hann.

 

Paskaegg i skap

 

 

Hér sést hann ljómandi af gleði eftir að hann kom auga á súkkulaði-hnullunginn

 

 

 

 

Gelgjan Paskar Gelgjan ljómar ekkert síður með sitt egg. Enginn tími til að klæða sig áður en byrjað er að innbyrða ullabjakkið.

Unglingurinn samþykkti ekki myndatöku. En hann fékk strumpaegg. Því hann er algjör strumpur.

 

 

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er í gangi hér. Hvort það sé gæðaeftirlitið að störfum, eða hvað. 

 

gaedaeftirlit

 

 

 

 

 

Hér í forgrunni má sjá páskaeggið úr Mosfellsbakaríi, sem ég af minni einskæru gjafmildi gaf Bretanum. Það er ekki mikið eftir af því. Hvorki af skelinni eða gæðakonfektinu hans Hafliða sem var innan í. Ég held ekki að Bretinn hafi fengið svo mikið sem einn bita af herlegheitunum. Á morgun hefst ''mánudagsmegrunin'' all over again

Moso 

 

Við höfum öll notið frídaganna í botn. Skelltum okkur í Kjósina í kaffi í bústaðinn til Ástu og Gunna. Ég held að það eigi að skíra bústaðinn Gunnarsholt Devil. Ég tek myndir þegar nafnaskiltið verður komið upp. En þrátt fyrir að hafa dvalið um stund í Kjósinni þá sver ég af mér alla þátttöku í þessu beina-máli.

Í dag tekur hversdagurinn við og það er ágætt. Ég hætti þá að fitna. Svo á ég líka tíma í strípum í vikunni og það er sko tilfefni til að finna tilhlökkunina hríslast um sig.

Svo er líka möguleiki að ég birtist í Kastljósinu í kvöld. Helgi Seljan heimsótti mig í síðustu viku og fór bara ágætlega á með okkur. Ég hótaði samt kvikmyndatökumanninum. Hann hékk við verri vangann minn lungann af tímanum og ég lét hann sko vita að ef ég yrði ekki fótósjoppuð í bak og fyrir, og undirhakan fjarlægð fyrir sýningu, þá myndi ég finna hann í fjöru.

Annars er ég góð... Allavega þar til annað kemur í ljós. 

Hér er svo ein mynd að lokum. Þar eru feðgarnir að gæða sér á mishollu fæði; Sá Einhverfi í súkkulaðinu en Bretinn með Weetabixið sitt. Í baksýn sést Grímur-Perla væla á glugganum og Viddi fjolskyldanvitleysingur skilur ekkert í því afhverju enginn hreyfir á sér rassinn, til að hleypa vini hans inn úr snjónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hlakka til að sjá þig í Kastljósinu, ef þú verður ekki photoshoppuð, láttu vita sem fyrst hvar þú ætlar að láta kamerumanninn liggja í fjörum......

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Súkkulaðikaka? eða páskaegg?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Látttu drenginn hafa svolítið fyir hlutunum!!

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Hulla Dan

Ég elska að geta byrjað daginn á að lesa nýtt blgg frá þér

Vona að þú eigir góðan dag í dag...

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 05:57

5 Smámynd: Ragnheiður

Myndirnar eru æðislegar en ég er hrifnust af þessari síðustu. Aumingja Viddi. Hehe takk fyrir færslu og eigðu góðan dag

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 08:04

6 identicon

Flottar myndir en hvar er myndin af þér?hehehehehe.Nú verður Kastljós vaktað

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 09:02

8 Smámynd: Dísa Dóra

jahá nú verð ég að muna að horfa extra vel á kastjósið

Dísa Dóra, 25.3.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hér verður sko horft á kastljósið

Svanhildur Karlsdóttir, 25.3.2008 kl. 10:01

10 Smámynd: M

Góðan daginn Jóna og gleðilega vinnuviku

Ertu í Kastljósinu í kvöld ??  Þá horfi ég (horfi reyndar alltaf)

M, 25.3.2008 kl. 10:27

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Mr Bean er í algjöru uppáhaldi hjá okkur hér á heimilinu og hann var og er það líka heima hjá mömmu..

Þegar við vorum yngri heima þá horfðum við á þetta á vhs spólum aftur og aftur.. Svo þegar okkur var farið að leiðast þetta þá stilltum við videotækið þannig að þetta gekk aftur á bak, við sem sagt horfðum á bean aftur á bak..

Animated Gifs

Það var vægast sagt viðbjóðaslega fyndið...

Ég hefði verið til í að sjá þann einhverfa taka þetta atriði í sundinu..

Animated Gifs

Lítur út fyrir að páskarnir hafi verið kósí og góðir hjá ykkur.. allir með súkkulaði smæl á myndunum..

Og já ég vona að ég muni eftir kastljósinu

Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 25.3.2008 kl. 10:36

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Takk fyrir ad gera daginn gledilegri madur getur nú ekki annad en brosad eftir bloggin thin,bara frábær.

Myndin algerlega ROKKAR feitt...eins og unglingarnir søgdu..eda segja...er alveg dottin útur thvi..en who cares... bara flott mynd..ef hundar gætu talad segdu..

Eigid góda viku alles..

María Guðmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 10:50

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 Kveðja inn í daginn til ykkar allra

Ía Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:40

14 Smámynd: M

Var sybbin áðan, sé það núna að þú kemur í Kastljósið annað kvöld   Gott að heyra að aðrir eiga verri vanga eins og ég hehehehhe

M, 25.3.2008 kl. 11:46

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Verð að muna eftir að horfa á kastljósið í kvöld.

Ætlarðu með myndatökumanninn í Kjósarfjöru?

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 12:01

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleymdi að gizka á ætemið....

Er þetta hugsanlega páskaegg?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 12:03

17 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHA  Snilld þetta með teiknaða eggið á tossalistann þinn HAHAHA

Ekki missir maður af Kastljósi næstu daga , það er nokkuð ljóst

Ómar Ingi, 25.3.2008 kl. 12:07

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég mun horfa á kastljósið. Eigðu góðan dag Jóna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 13:14

19 identicon

Veit ekki hvort ég næ Kastljósinu í kvöld, er viss um að þú verður flottust, ... en mikið rosalega finnst mér myndirnar í þessari færslu yndislegar! "Gæðaeftirlitið að störfum..." - ... algjörlega frábært.

Já ... stríputilhlökkun er eitthvað sem ég get ekki haft en gleðst með þér  

Normalið er komið í gang aftur... svolítið skrýtin tilfinning að koma heim eftir vinnu í dag og sjá þá allan skarann aftur eftir fjarveru síðustu viku. gaman gaman að því.

Kærar kveðjur úr norðri!  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:57

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar færsla og meiriháttar skemmtilegar myndir. Ég horfi á Kastljósið.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:58

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:59

22 Smámynd: Linda litla

Jæja Jóna, svo maður verður að byrja að horfa á sjónvarpið á gamals aldri, ég verð að sjá þig þar. Þú ert nú orðin landsfræg bloggkona.

Hafðu það gott.

Linda litla, 25.3.2008 kl. 14:50

23 Smámynd: Eyrún Elva

Páskastemmning í hámarki :) Skemmtilegar myndir...

ps. Kalli biður að heilsa, hann heldur meira að segja að þið hittist eitthvað í sumar þar sem hann verður að vinna hjá ykkur í Reykjavík!

Eyrún Elva, 25.3.2008 kl. 15:00

24 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ef ég fer ekki með tossalista í Bónus, þá fyllist ég valkvíða

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:53

25 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég ætla allavega að horfa á kastljós í kvöld.

Eyrún Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 17:11

26 Smámynd: Hulla Dan

Hahh ég er sko líka með stillt á rúv.is

Gangi þér vel :)

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 19:27

27 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Flott viðtal í kastljósinu Jóna. Miklu skemmtilegra en Pétur, Steingrímur og transfitusýrumaðurinn

Þorsteinn Sverrisson, 25.3.2008 kl. 19:55

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið var gaman að sjá þig í kastljósinu í kvöld Jóna mín.

Mjög gott viðtal.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 19:56

29 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flott varstu í Kastljósinu. mun unglegri en ég hélt þig vera. kannski bara að þú skrifir svona 'þroskaðan' texta.

í öllu falli. ungleg, þroskuð og flottur bloggari.

skál fyrir því.

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 19:57

30 Smámynd: M

vuuu flott viðtalið

M, 25.3.2008 kl. 20:00

31 identicon

WOW, þú varst svo flott i Kastljósi  !! Var ekki buinn að lesa þennan blogg og vissi ekkert um að þú væri að koma i þáttinn, var bara fyrir alveg óvart sem ég horfði einmitt þegar þú birtist !! Kaupi sko bókin þegar hún kemur út .

Knús, Doris

Doris (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:01

32 Smámynd: Hulla Dan

Lang flottust.

Kaupi skooo bók um Ian...

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 20:01

33 Smámynd: Ásta María H Jensen

Góður sá einhverfi að getað teiknað væntingarnar niður á blað. Það er mjög henntugt.

Flott viðtal í kastljósinu.  

Ásta María H Jensen, 25.3.2008 kl. 20:02

34 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Kæra Jóna.

Þú þarft alls engar áhyggjur að hafa yfir útliti þínu, mikið varstu sæt í Kastljósinu!

Ég er alla vega mjög montin af þér því þú ert tvímælalaust uppáhalds bloggarainn minn  Þið hin, þið eruð fín líka, en þið skiljið.....

Og börnin þin eru svo indæl.

Kveðja, 

Linda Samsonar Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 20:06

35 Smámynd: .

Gaman að sjá þig í kastljósinu, er amma tveggja einhverfra drengja þannig að ég þekki vel hvað þú ert að glíma við dagsdaglega.......

., 25.3.2008 kl. 20:06

36 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið var þetta flott kona í kastljósinu í kvöld

Flott viðtal skvís

Dísa Dóra, 25.3.2008 kl. 20:09

37 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þú varst stórglæsileg í Kastljósinu og ég hlakka til að lesa bókina eftir þig. Tómas Hermannsson er mikill snillingur að ætla sér að koma henni út. Best gæti ég trúað að hann væri að norðan.

Svavar Alfreð Jónsson, 25.3.2008 kl. 20:11

38 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Viðtalið var frábært Jóna. Þú varst svo flott í viðtalinu. Það var gaman að sjá þig "live".  Fer ekki að styttast í bókina hjá þér? Ég bíð spennt!

Sigurlaug B. Gröndal, 25.3.2008 kl. 20:25

39 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú tókst þig svona ljómandi vel út í Kastljósinu. Virkilega gaman að sjá þig og frábært að bókin sé á leiðinni. Eins og ég hef sagt áður þá hlakka ég til að kaupa hana þegar hún kemur út  

Þetta var ekki spurning hvort heldur hvenær bókin kæmi út. 

Björg K. Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 20:31

40 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo mikið krútt....

....jafnvel frá verri vanganum séð 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 20:54

41 Smámynd: Anna Mae Cathcart-Jones

þú ert ekki feit!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Anna Mae Cathcart-Jones, 25.3.2008 kl. 21:13

42 identicon

Flott í kastljósinu Jóna!

Gaman að sjá þig og heyra röddina þína...maður býr sér alltaf til hugmyndir að fólki og það er svo gaman að upplifa karakterinn..þú varst aðeins öðruvísi en ég hélt...en ég varð ekki fyrir vonbrigðum.....

Ég hafði heldur aldrei vitað neitt um blogg þegar ég byrjaði og veit eiginlega voða lítið ennþa´...en skemmti mér konunglega við þessa iðju....

Kaupi pottþétt bókina um litla snillinginn!!!!

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:25

43 Smámynd: Linda litla

Flottust

Linda litla, 25.3.2008 kl. 21:29

44 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Ekkert smá flott í Kastljósinu.  Missti af því í kvöld en kíkti bara á það á netinu.  Bara flottust.

Bergdís Rósantsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:38

45 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jóna mín veistu, að þú ert típískt vogarkrútt og þess vegna næsta BabaWalters. Til hamingju, þú stóðst þig vel

Eva Benjamínsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:41

46 identicon

sæl .eg verð að skrifa þer smá línu.við hjónin eigum einn snilling eins og þinn.Hann greindist .þegar hann var ca 3 ára ,hann er 18ára í dag ,kominn með bílpróf og bíl ,er í framhaldskóla í starfsdeild og gengur glimrandi.kv G A

Guðný Arnarsd (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:50

47 Smámynd: Rebbý

bömmer að lesa bloggin svona seint á kvöldin ... reyni að sjá þig síðar bara
hefði alveg verið til í að sjá Mr.Bean eftirlíkinguna en hann er flottur í gæðaeftirlitinu líka enda eins gott að vera viss um að mamma sé ekki búin að stela hluta af egginu áður en maður byrjar að narta

Rebbý, 25.3.2008 kl. 21:58

48 identicon

Flott færsla að venju, gaman að lesa og gaman að sjá þig í Kastljósi, þú stóðst þig vel.

Takk fyrir að vera til Jóna þú ert frábær.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:02

49 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Flott stemming hjá ykkur .

Þú varst flott í kastljósi engin slæmur vangi þar.

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:03

50 Smámynd: lady

hæ þú varst flott í kastljósinu í kvöld falleg og yfirveguð ,,,,kv Ólöf

lady, 25.3.2008 kl. 22:12

51 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Vangarnir þínir eru langflottastir

En samt skrítið að heyra röddina á bak við skrifin

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:13

52 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kastljósviðtalið kom afskaplega vel út Jóna, þú varst einlæg, sönn og tilgerðarlaus í tilsvörum.

Flott kona og vönduð.

Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 22:25

53 identicon

Flottust.Ég vissi það enda hitt þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:25

54 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Þú varst sko mega flott í kastljóstinu.  Hlakka til að halda áfram að lesa hjá þér skvís

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:29

55 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þú varst ekkert smá fín í Kastljósinu í kvöld og reglulega gaman að sjá þið í mynd.Til lukku með þetta..

Agnes Ólöf Thorarensen, 25.3.2008 kl. 22:29

56 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vá þvílík gella Rosalega flott viðtalið í Kastljósum, ég sá það á netinu þú varst bara prófesjónal !!!! Glæsilegt !!!

Klems frá Norge. 

Sigrún Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 22:32

57 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú varst flott í Kastljósinu! en mikið svakalega er hundurinn þinn líkur tíkinni minni

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 22:35

58 identicon

Mikið var gaman að "sjá" þig "aftur".

Þú varst rosalega flott og komst vel fyrir!  Til hamingju

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:39

59 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já já þú varst flott og allt það, enn hvernig leist Ian á að sjá mömmuna í sjónvarpinu????????

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2008 kl. 22:46

60 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:48

61 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eins og þú hafir aldrei gert annað en að vera í sjónvarps-nærmyndar-viðtali! Þú varst flott og yfirveguð.  Ég hlakka til að fá bókina í hendur.

Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:04

62 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þú varst flott í Kastljósinu, alveg voða fín og flott. Annað hvort líturu svona vel út, eða þeim hefur tekist að photoshopa þig svona vel  En ég held í alvöru að þú lítir svona vel út.

Og ég hlakka til að lesa bókina þegar hún kemur út, alltaf gaman að lesa um snillinginn þinn, þann einhverfa. flott sem hann bætti inn á tossalistann, það þarf ekkert að segja neitt meir um það

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:07

63 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hann hefur aldeilis góðan smekk fyrir húmor drengurinn, Mr. Bean á engan sinn líka. Geturðu ekki laumast til að ná honum á vídeó þegar hann er að leika Mr. Bean.  Þetta er dáldið merkilegt. 

  Annars er ekkert skrítið að drengurinn skuli hafa góðan smekk fyrir húmor þegar maður horfði á móðurina í Kastljósinu í kvöld.   Það var eins og þú gerðir ekki annað en að veita viðtöl, kankvís og prakkaraleg á svipinn en samt svo settleg í fasi.  Þú stóðst þig sannarlega vel í Kastljósinu, eins og þín var von og vísa. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:14

64 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt ljósið mitt Þú varst alveg eins og ég sá þig fyrir mér.

Gangi þér vel Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 23:23

65 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið var gaman að sjá þig í kastljósinu....og sérstaklega að setja rödd við þig, 

...svo ertu bráðmyndarleg  og flott

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:41

66 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Jamm, segi eins og allir: Þú varst flott í Kastljósinu! En þú ert sko alltaf flott á blogginu líka svo það kom ekkert á óvart...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:52

67 identicon

Ég held að þú verðir bráðum að finna nýtt nafn á gelgjuna því mér sýnist að Ian sé að fara að taka við því nafni. Hann er orðinn eitthvað svo mikill unglingur alltíeinu:)

Kv.

Sylvía(fyrrverandi starfsmaður í vesturhlíð)

Sylvía (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:59

68 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottust.  Vissi það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 00:09

69 Smámynd: Brynja skordal

Ætla að horfa á kastljósið núna á netinu hlakka til

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 00:20

70 Smámynd: Linda

Ég vildi bara segja að ég elska að lesa færslurnar þínar, um Bretann, þann einhverfa, gelgjuna, hundinn og köttinn, þú ert lánsöm ef svo má að orði komast.

M.k.

Linda, 26.3.2008 kl. 02:10

71 identicon

Þú varst flottust.

þórdís (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1639997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband