Leita í fréttum mbl.is

Tómatur á toppnum á melónu

 

Áćtlanir um sundsprett á morgnana urđu ađ víkja fyrir öđru. Ótrúlega óţćgilegt ađ koma upp úr sundi í stresskasti ađ koma sér í leppana og vera ennţá ađ svitna af átökunum.

Svo er háriđ vandamál. Sko á hausnum á mér. Reyndar er allt hár vandamál ţegar mađur ćtlar ađ stunda sundlaugarnar en ég er hér ađ rćđa háriđ á hausnum á mér. Allt of mikiđ vesen ađ ţurfa ađ ţvo á sér háriđ daglega ađ ég tali nú ekki um hversu illa klórinn fer međ ţađ. Litađ hár og daglegur klór fer alls ekki saman. Ég keypti mér meira ađ segja sundhettu. Ekki er ég fríđ međ hana á hausnum en ég hefđi látiđ mig hafa ţađ. Get veriđ fríđ allar ađrar stundir dagsins. En hún heldur ekki vatni. Ţarf samt ađ blása á mér háriđ. Vesen vesen vesen vesen.

Fríđa Brussubína og ég ákváđu ţví ađ skella okkur í morgunleikfimi og byrjuđum okkar ţriđju viku í morgun. Ţađ er vissulega erfitt ađ vakna á morgnana og ég - B manneskja mikil - ţarf ađ vera komin í rúmiđ fyrir miđnćtti ef ég á ađ geta drattast á lappir rúmlega sex á morgnana. En líđanin er dásamleg eftir tímana og ég mćti hress og reif í vinnuna.

Tímarnir eru fjölbreyttir og mismunandi eftir dögum. Uppáhaldstíminn okkar Fríđu Brussubínu er á fimmtudögum. Lóđatími. Var tekiđ virkilega á í síđustu viku og harđsperrurnar í lćrunum á mér voru svo magnađar í nokkra daga ađ ég ţurfti ađ ganga á ská niđur stiga.

Viđ höldum okkur aftarlega í salnum - ţađ er öruggara - svo viđ sjáum okkur ekki í speglinum sem er fremst. Ekki nema viđ fćrum okkur út úr röđunum.

Í tímanum í morgun sá ég alltaf öđruhvoru rauđan tómat birtast í speglinum... hoppandi upp og niđur í takt viđ músikina og sporin. Uppgötvađi áđur en leiđ á löngu ađ ţetta var andlitiđ á mér. Rauđur tómatur međ ljóst hár. Ég upplifi mig eins og tómat og melónu.  Kroppurinn er melónan og ţar ofan á situr tómatur.  Feitur og kringlóttur kroppur og lítill haus. Er ađ hugsa um ađ fá mér permanent til ađ auka stćrđina á tómatnum. Ţá myndi ég samsvara mér betur. Held ađ Bubbi Mortens kalli ţađ ađ vera semitrískur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Dugleg!!! Nú er bara ađ sanna fyrir bloggheimi ađ ţú náir 3 vikum (sem er 50% meira en 2 vikur). En er sex tíma svefn nóg? Held ekki, fröken B manneskja. Klukkan ellefu er máliđ!

Ívar Pálsson, 24.9.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ţú ert ekki symmetrisk sem sagt, heldur asymmetrisk elskan.  Flott.  Annars flippađi ég úr hlátri viđ tilhugsunina um ţig og Brussubínu, hoppandi upp og niđur.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: krossgata

 Mikiđ er ég glöđ ađ vera bara á einari (löpp) núna og löglega afsökuđ ađ vera ekki ađ takaáđí.  Mikiđ eruđ ţiđ duglegar samt stelpur.

krossgata, 25.9.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vildi ađ ég vćri svona dugleg, mín morgunleikfimi er ađ búa til kaffi og drekka ţađ!!!

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Dugleg ertu ađ rífa ţig svona upp á morgnana í leikfimina.

Svava frá Strandbergi , 25.9.2007 kl. 00:30

6 identicon

Nú skellihló ég, síđasta setningin er bara snilld.

Hvar ertu í ţessum tímum? Laugum moske?

Katrín Brynja (IP-tala skráđ) 25.9.2007 kl. 00:31

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott átak hjá ţér. Alltaf gaman ađ lesa lýsingarnar hjá ţér... Góđa nótt.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.9.2007 kl. 01:20

8 identicon

Hahahaha, já ţađ er til skondin hliđ á tilverunni, greynilega.

En dugleg ertu.  Ég er líka "alveg" ađ fara ađ byrja á ţessu.

Guđrún B. (IP-tala skráđ) 25.9.2007 kl. 08:26

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góóóóóóđ

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2007 kl. 08:56

10 identicon

 snilld. Ég "dunda mér"viđ sundiđ 3-6 daga í viku og syndi 800 metrana. Ég er ekki međ sundhettu enda verđ ég ótrúlega asnaleg međ hana. Kaupi ţví mun betra sjampó. Snilldar fćrsla .Melóna međ tómat hehehehehehehe ég var ţannig omg.hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 25.9.2007 kl. 09:00

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikiđ ert dugleg Jóna mín ađ drífa ţig í sund.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2007 kl. 09:52

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ţú ert fyndin...  

og hvenćr kemur framhaldiđ af sögunni?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.9.2007 kl. 13:45

13 Smámynd: Sigrún Friđriksdóttir

Ahahah góđur !!! En síđbúnar afmćliskveđjur til ţín Jóna mín !!! Flott kortiđ frá fjölskyldunni

Sigrún Friđriksdóttir, 25.9.2007 kl. 16:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639990

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband