Leita í fréttum mbl.is

Ekki neglur og ekki IKEA

 

hakarl

 

Klukkan er bara hálfellefu. Ég hef nógan tíma ennþá til að laga og lakka neglurnar á mér. Gæti meira að segja skvísað tánöglunum inn í prógrammið.

Hvað er opið lengi í IKEA? Hef ég enn tíma til að kaupa náttborð?

Bretinn þurfti óvænt að skutlast í vinnuna til að sitja fund. IKEA ferðinni var því frestað. Hann verður þó að fá að hafa eitthvað að segja um hlut sem er það síðasta sem hann sér áður en hann sofnar og það fyrsta þegar hann vaknar. Og þá er ég að tala um náttborð. Er ég of tillitssöm?´

Ég ákvað því að viðra aðeins Bresku konuna. Við lögðum bílnum við Hallgrímskirkju og töltum niður Skólavörðustíginn. Ég taldi að hún væri orðin aðframkomin af löngun í lestur breskra blaða svo við fórum á Súfistann. Það var virkilega huggulegt. Ég fékk mér cappuchino og hún fékk Latte í súpuskál. Á meðan ég blaðaði í gegnum Hjemmet og Norsk ukeblad las hún eitthvað menningarlegt breskt dagblað og var alsæl alveg. Við ræddum líka aðeins löngun mína í fartölvu og ég sá að konan á næsta borði var orðin hrædd um tölvuna sína. Ég hef sennilega verið ansi áköf.

Ég ákvað svo að kaupa bókina Engill meðal áhorfenda, eftir Þorvald sæta Þorsteinsson. En hún er víst ófáanleg. Ég fór í tvær fornbókabúðir á Hverfisgötunni en fann ekki bókina. Veit einhver hvar ég get fengið hana?

Við enduðum niðri við tjörn. Það er víst búið að setja hákarl í tjörnina sem nefnist Mannafæla. Komið skilti og allt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ertu of tillitssöm?  Það fer nú eftir ýmsu:  Finnst þér gaman að versla? Hefur hann áhuga á hlutum til heimilisins?  Eru hlutir til heimilisins yfirleitt alfarið á þinni könnu?  Finnst þér þetta eigi að vera þitt umráðasvæði alfarið?

Ef svörin eru: Já. Já. Nei. Nei. Þá ertu mátulega tillitssöm.

Ef svörin eru:  Já. Nei. Já.  Já.  Þá ertu óþarflega tillitssöm

Ef svörin eru:  Nei. Já. Nei. Nei. Þá er það óþarfa tillitsemi af þinni hálfu að taka verkið að þér.

Almáttugur!!! Ég hef fengið lista- og skipulagningarkast.  Farin að fá mér kaffi til að koma smá óreglu á mig!!!

krossgata, 17.8.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú gafst mér ekki þennan valkost. Já.Já.Já.Nei.

Hvað er þá svarið?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: krossgata

Þá þurfið þið aðeins að tala saman  um að deila verkefnum. 

krossgata, 17.8.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Hvernig væri að skipta um pláss í rúminu. Þá sofnar hann kannski og vaknar horfandi á þig :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Krossgata. Ég íhuga þetta

Ása. Það býð ég ekki nokkrum manni upp á. Eða konu, ef því er að skipta.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 23:30

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað um; tja! hm.. og kannski?  Hvar staðsetur það þig Jóna mín?  Ég get svarið það við erum rugludallar stelpur.  Og taktu svo neglurnar í gegn.  Annars you know what

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og hvað , skildi tengdó þig ekki alveg? Kemur ekki tölvan inn á náttborðið á mánudaginn heldurðu?

Ertu búin með táneglurnar?

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:51

8 Smámynd: krossgata

Ég er búin með tvo kaffibolla og full af óreglu, svo nú finnst mér deiliskipulagið ekki skipta máli og segi tillitssemi spilist eftir eyranu.

krossgata, 18.8.2007 kl. 00:08

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný þú skalt bara passa að ég klóri ekki úr þér augun á morgun.

Edda. Búin með táneglurnar? Ég naga þær ekki

Krossgata. LOL. ég er fegin, var orðin ansi confused.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 00:14

10 identicon

Assgoti er þetta mikið womans raus, er annars nokkuð að gerast ?

x (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 02:24

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég klippi aldrei á mér neglur.  Né heldur naga þær eða skipti mér af þeim.  Læt sem ég sjái þær ekki. En þær einhvernvegin verða aldrei óþægilega langar.  Þær bara sjálfar brotna þegar þær stefna í að verða langar.  Eða eitthvað.  Ég tek aldrei eftir því þegar þær styttast.  Samt þykir mér ágætt að þær séu nægilega langar til að ég geti pikkað á gítarinn með þeim fremur en fingurgómum.  En skipti mér ekki af þeim.  Samt sel ég krem sem heitir Hand & Nails og á bæði að gera neglur sterkar og mjúkar.  Ég hef sjálfur aldrei notað kremið fremur en margt annað sem ég sel.  Allt frá varalitum til háreyðingakrema.  

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 02:32

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta fer nú að verða forvitnilegt "props" sem hann Jens er að selja.Greinilega ekki fyrir venjulegt fólk nema Jens sé eitthvað óvenjulegur???

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 10:37

13 identicon

Jóna - Afhverju læturðu ekki bara Jenný taka neglurnar á þér í gegn  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 10:43

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mig langar líka í fartölvu. En er búið að segja hákarl í tjörnina segirðu?

Svava frá Strandbergi , 18.8.2007 kl. 11:27

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hákarl í tjörninni??? Eru það þá ekki mávarnir sem eru að éta endurnar eftir allt saman? Annars langar mig voðalega að fá seli í tjörnina, held að það yrði gaman.

Elska súpuskálalatté-ið á súfistanum. Alveg fyrir alla peningana. Hafa karlmenn annars skoðanir á náttborðum? ...spyr fávís kona sem hvorugt hefur átt í langan tíma.

Fáðu þér svo fartölvu. Þá geturðu setið á sufistanum og bloggað .

Laufey Ólafsdóttir, 18.8.2007 kl. 12:40

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

X. Ég veit ekki hvaða litningur er að hrjá þig en þú hefur gott af þessu rausi.

Jens. Eins og alltaf kemurðu mér á óvart. Hvaða litur fer þér best á varirnar?

Edda. Jens ER óvenjulegur

Anna. Ég sé sjálf um neglurnar. Læt Jenný taka táneglurnar. Hún elskar svoleiðis

Guðný. Mér finnst eiginlega mannréttindi að eiga fartölvu... næstum því

Laufey. Mér hafði ekki dottið það í hug. Það væri næs að fá seli í tjörnina. En éta þeir þá ekki allt frá öndunum? Bretinn hefur skoðanir á ýmsu sem hann ætti ekki að hafa skoðanir á.  Já, langar að vera svona bóhem sem situr á Súfistanum með fartölvuna, þykist vera að skrifa nóbelsverk en er í rauninni bara að kommenta hjá þér. Takk fyrir bónorðið.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 13:25

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér sit ég með litlar neglur og get ekki neitt. Ætla að njóta samvista við Bóthildi yndisfríðu í dag. Það er buinn að ver svo mikill kettlingur í henni í gær og dag (eðlilega) hún helypur um og tætir allt sem fyrir er, sófa, hjónarúm, gardínur, stóla og veit ekki hvað, við pabbi hennar erum voða stolt af dugnaðinum í dótturinni svo borðar hún svo vel, sefur og allt hitt líka. Einu orði sagt hreinn unaður.  Njótt helgarinnar með breska fólkinu. Verð í anda í sólbaði með ykkur hinum í bænum.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 13:53

18 Smámynd: Jens Guð

  Það er rétt að ég er óvenjulegur.  Heildsalan mín heitir Aloe Vera umboðið.  Þar er ég með um 300 vörunúmer.  Allt frá hreinu Aloe Vera geli til hjálpartækja ástarlífsins.  Best kynnta vörulínan hjá mér heitir Banana Boat og er að uppistöðu til sólvarnarkrem og annað sem lýtur að sól. 

  Sjálfur hef ég aldrei rænu á að nota neinar af þeim vörum sem ég sel.  Nema hreina Aloe Vera gelið.  Ég nota það í staðinn fyrir allar snyrtivörur.  Í staðinn fyrir sjampó,  sápu,  rakfroðu,  rakspíra,  sárasmyrsl...

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 17:12

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

táneglur?? Fruuuuuuuuuuusssssssssssssss!

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 18:22

20 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Alltaf gaman að fara á Súfistann og fá kaffi í BAÐKERI! Þessi komment eru orðin svo mikil auglýsing fyrir Jensguð að ég ætla að kaupa mér Aloe Vera og Banana Boat strax á mánudaginn ... og hjálpartæki ástalífsins og sólvarnarkrem þótt veturinn sé að koma. 

Kannski á ég Engilinn og gæti lánað þér hana, skal kíkja í bókahillurnar mínar.  

Guðríður Haraldsdóttir, 18.8.2007 kl. 18:24

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís. Voðalega er þetta illa upp alið hjá þér kona

Jens. híhí. Ég get ímyndað mér að sumarið hafi verið góður tími fyrir þig. Eða kaupir fólk sér bara vörn þegar það fer til úttttlanda? Hvernig er hægt að þvo hárið á sér upp úr Aloa Vera geli??

Jenný. Má ég koma núna? Ertu tilbúin með raspinn og lakkið?

Gurrí. Voða værirðu mikið krútt ef þú tékkaðir á bókinni.

Annars hljómaði þetta hjá þér eins og hjálpartæki ástarlífsins væru svona yfirleitt óþörf á veturna.....

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 18:38

22 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Um mér líst vel á að fá seli í tjörnina. Skítt með endurnar eru þær ekki í Laugardalnum.

Já og mig langar svo mikið líka í fartölvu þessir tilboðsbæklingar sem flæða stanslaust inn um bréfalúguna þessa dagana eru svoooo freistandi. Ekki síst þar sem mín ástkæra borðtölva er enn í extreme makoverinu. Og kemur víst ekki heim fyrr en í fyrsta lagi seint á mánudagskvöld.....

Hjálpartæki ástarlífsins......................

Hvert er bloggið að leiða okkur ?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 18.8.2007 kl. 19:54

23 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  sumarið er búið að vera "mega" gott.  Svo þegar haustar og snjór fellur af himni þá er eins og fólk missi áhuga á sólvarnarkremum.

   Banana Boat Aloe Vera gel hefur sömu hreinsandi eiginleika og sjampó.  Þess vegna er Aloe Vera gel líka gott eftir rakstur.  Það er jafn bakteríuverjandi fyrir opna húð og rakspíri en hefur það umfram spírann að raska ekki rakastigi húðarinnar.

  Þetta er sami kosturinn við Banana Boat Aloe Vera gel í samanburði við sjampó.  Sjampó hreinsar burtu hárfitu.  Viðbrögð hársvarðarins eru þau að auka framleiðslu hárfitunnar.  Það er eitt af hlutverkum hársvarðarins að sjá hárinu fyrir nægilegri hárfitu.  Þarna verður til keðjuverkun. 

  Hársvörðurinn stækkar sinn skammt af hárfitu og fólk þarf að þvo hárið oftar og oftar.  Í raun þarf ekki að þvo hárið,  fremur en feld annarra hærðra dýra. 

  Ef maður myndi raka af sér hárið og aldrei þvo það með sjampói þegar hárið fer að spretta þá verður hárið fallegra,  líflegra og meira glansandi en hár sem er þvegið með sjampói. 

  Ég ætti svo sem ekki að segja þetta af því að ég sel helling af sjampói.  En ég sel líka Aloe Vera gel og það er mitt á milli.  Banana Boat Aloe Vera gelið þvær hárið án þess að raska fituframleiðslu hársvarðarins.     

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 20:12

24 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Eru þetta "Kvittstaðir" í Kjósasýslu?

over and out (í pavillionen) 

Guðrún Þorleifs, 18.8.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband