Leita í fréttum mbl.is

Skapandi skrif

Skellti mér á námskeið. Fyrsta kvöldið af fjórum var í kvöld. Fyrirlesari er Þorvaldur Þorsteinsson sem m.a. skrifaði Blíðfinnsbækurnar.

Þorvaldur Þorsteinsson. Það er ekki

eins og útlitið skemmi eitthvað fyrir

aumingja manninum

thorvaldur

 

 

Ofsalega er gaman að gera eitthvað öðruvísi og brjóta upp hversdagsleikann. Þetta kvöld í kvöld lofar meira en góðu og það er ekki rétt að kalla Þorvald fyrirlesara. Þetta er meira eins og samtalsgrúppa sem hann leiðir.

Í auglýsingunni um námskeiðið sagði m.a.: Ertu að feta þín fyrstu skref í skrifum? Skrifarðu fyrir skúffuna?Langar þig að kynnast sagnamanninum í þér?

Tilgangurinn hjá honum með þessu námskeiði er að losa fólk við hræðsluna við að skrifa. Hræðsluna við að það hafi ekkert áhugavert að segja. Svo útskýrði hann yfirskrift námskeiðsins: Skapandi skrif.

Hann vill meina að maður sé ekki að skapa neitt þegar maður skrifar. Heldur skapi skrifin. Þ.e.a.s. að þegar fólk les t.d. skáldsögu, þá opnast heimur fyrir lesandanum. Heimur sem hann skapar sjálfur í huganum. Are you with me so far. Tíu manns geta lesið sömu bókina en enginn upplifir hana eins, því allir skapa sinn eigin heim í kringum persónurnar, staðarlýsingar og svo framvegis.

Hann segir því að það að skrifa séu ekki hæfileikar heldur eiginleikar. Hæfileikar séu eitthvað sem aðeins fáir hafa og allir geti skrifað. Aftur á móti hafi bara ekki allir áhuga á að skrifa.

Við gerðum verkefni í kvöld og það kom manni svo skemmtilega á óvart hvað runnu upp úr manni hugmyndirnar og ekki síður hvernig þær urðu til.

Við fengum heimaverkefni og ég hlakka til að takast á við það annað kvöld. Og get ekki beðið eftir að mæta aftur niðrí Iðnskóla á miðvikudagskvöld.

Gaman að vera svona spenntur yfir einhverju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sexý gaur þessi Þorvaldur segi ég nú bara. Sæti jafnvel námskeið um fiðrildarækt í Namibíu hjá þessum

Brynja Hjaltadóttir, 21.5.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég segi eins og Brynja....

Hann er alveg ofboðslega flottur

Guðríður Pétursdóttir, 22.5.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gæti hrist þig kona.  Af hverju gastu ekki hóstað þessu námskeiði upp úr þér fyrr en það er orðið of seint fyrir mig að fara??? ARG..

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 01:27

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Grrrrrr.... hann er ekkert smá flottur!!!

En þú átt sko alveg heima á þessu námskeiði!! 

Heiða B. Heiðars, 22.5.2007 kl. 11:01

5 identicon

Spennandi námskeið.  En hann Þorvaldur er ferlega skemmtilegur og klár, hann nær einhvernvegin að fanga alla viðstadda og láta þá hlusta af ákafa.  Hann er frábær... já og sætur

Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:15

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það hlýtur að vera gaman í svona námskeiði .

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Alveg þess virði að fara þó ekki væri nema bara til að horfa á hann.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.5.2007 kl. 11:52

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...það hefði verið gaman að fara á þetta námskeið, var það ekkert auglýst?

Benedikt Halldórsson, 22.5.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1639973

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband