Leita í fréttum mbl.is

Góði Guð gefðu mér samfellda rigningu í sumarfríinu

 

Er hægt að skrifa heila bók á 3 mánuðum? Það er sú spurning sem ég velti fyrir mér í dag. Og í gær reyndar líka. Og mun örugglega enn vera að velta henni fyrir mér á morgun.

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Eða er það ekki annars?

Kannski er þetta spurning um að hætta að velta fyrir sér spurningum og koma sér að verki.

Eftir viku fer ég í 2ja vikna sumarfrí. Kannski lengra. Svei mér þá ég held ég biðji fyrir rigningu. Það verður ansi erfitt að halda sig inni við skrif í glaða glampanda sólskini.

Nema... er til einhvers konar skjávari fyrir laptop, svo hægt sé að sitja úti og actually sjá á skjáinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gangi þér vel og hafðu það gott í fríinu, ef frí skyldi kalla finnst þú ætlar að skrifa heila bók.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 16:55

2 identicon

   Hæ, Jóna vil bara óska þér alls hins besta við skriftirnar.  Bloggið þitt og bókin síðustu jól hafa veitt mér ómælda gleði og menntun.  Áfam með smjörið, upp með fjörið.  ( eins og stendur í kvæðinu )  You go girl !!!  Þinn  velunnari og aðdáandi, Sólveig M.M.

Sólveig Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hlakka til þess að lesa næstu bókina þína, gangi þér vel við skriftirnar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2009 kl. 03:11

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Minnir mig á góða konu sem ég þekki, sem vinnur ekki úti og hefur aldrei gert, en er alltaf upp fyrir haus í alls konar skemmtilegum verkefnum.

Hún sagði mér að hún væri með "to do list" þegar hún brýtur á sér lappirnar og neyðist til að halda sér til hlés.  

Þú ryður þessu frá þér um leið og stíflan brestur.

Gangi þér vel.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.6.2009 kl. 06:32

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Einhver sagði mér einhvern tíma að eitthvað væri til sem héti skjávernd og þá væri hægt að sitja úti, sel það nú ekki dýrara en ég keypti. 

Gangi þér vel Jóna mín með nýju bókina.

Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2009 kl. 08:30

6 Smámynd: Ómar Ingi

Gangi þér vel elsku dúllan mín

Ómar Ingi, 20.6.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gallinn við mig er sá að þegar blessuð sólin skín verð ég full af orku og fer að snúast í ýmsu innandyra, sem hefði verið betra að gera á rigningardegi, en þá verð ég oftast bara löt. Gangi þér vel við skriftirnar og eigðu gott frí.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.6.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband