Leita í fréttum mbl.is

Mamma róa sig barasta

 

Það er kominn tími á bloggfærslu en ef ég ætla að ná settu marki varðandi bókaútgáfu fyrir næstu jól (fáránlegt að vera að tala um ''jól-eitthvað''... jólin eru ný liðin) þá má ég ekki vera að eyða kröftunum í persónuleg skrif á blogginu. Því miður getur maður víst ekki gert allt sem mann langar.

Því má vel vera að þessi færsla verði sú fyrsta og síðasta í langan tíma.

Ferming Hafliða frænda er að baki og gifting ''litlu'' frænku minnar og flotta mannsefnisins hennar er um næstu helgi.

Að baki er líka vikulöng dvöl hjá Berlínar-Brynju, í Berlín að sjálfsögðu. Ég fór í tvennum tilgangi: að heimsækja Brynjuna mína og að sanna það fyrir mér í eitt skipti fyrir öll að ég GÆTI skrifað bók. Skáldsögu. Því ef ekki er hægt að gera það, fjarri daglegu amstri hversdagsins, brjáluðum börnum o.sfrv., í fallegri íbúð í spennandi borg.... ´

Mér gekk hreint ágætlega að skrifa og átti svo ljúfar stundir með Brynju á kvöldin og yfir helgina, þar sem leyndardómar lífsins og það sem er handan þess voru ræddir, metnir og krufnir til mergjar. Sötrað rauðvín, hvítvín og ómælt magn af sparkling water. Markaðir, kaffihús, skógar og fleiri staðir voru þræddir.

Kyrrðin í skóginum var rofin......

I skogi

 

 

Ómetanlegur bónus í þessari ferð var hvíld og friður. Sjaldan eða aldrei hefur sálin fengið jafn mikla næringu og hvíld eins og á þessum 7 dögum.

Og aldrei þessu vant tók það mig ekki viku að aðlagast fjölskyldulífinu aftur og enginn fór í mínar viðkvæmu taugar, eins og hefur viljað verða þegar ég hef snúið heim aftur eftir stutt frí. 

Sá Einhverfi tjáði sig lítið um fjarveru mína en þegar seig á seinni hlutann á ferð minni, sá hann tvisvar sinnum ástæðu til að nefna þetta við pabba sinn: mamma koma heim.

Já, mamma kemur heim á fimmtudaginn, svaraði Bretinn.

''Já'' sagði Sá Einhverfi þá. Ánægður að fá staðfestingu á að kerlingin myndi nú þrátt fyrir allt skila sér aftur.  

Hann stefnir hraðbyri í gelgjuna drengurinn og nýjasti uppáhaldsfrasinn er: mamma rólegur.

Ég er að vinna í því að koma honum í skilning um að það er pabbi sem þarf að vera rólegur en mamma bara róleg.

Við áttum snörp orðaskipti í bílnum á leiðinni heim í dag. Hann týndi öðrum af sínum heittelskuðu Spiderman-hönskum í Vesturhlíð og var öskureiður, sár og fúll yfir því að ég skyldi ekki geta galdrað hanskann fram úr minni eigin ermi þegar ég kom að sækja hann.

Ian þú týndir hanskanum. Ekki ég. Þú þarft að læra að passa upp á dótið þitt.

Orðið ''týndir'' gerði hann alveg kolvitlausan og hann byrjaði að öskra á mig.

Það líð ég ekki börnunum mínum, einhverfum eða ekki svo ég öskraði á hann á móti.

Þá kom áþreifanleg þögn í nokkrar sekúndur, svo sagði hann hneykslaðri röddu úr baksætinu:

Mamma rólegur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Úff, þau eru ótrúleg þessi börn, einhverf eða ekki. Ég lenti í atviki á mínu heimili í gær sem hefur aldrei gerst áður. Mamma tók á því og það fór mjög vel en........

Gaman að sjá skrif hjá þér

Hafðu það gott

Anna Guðný , 31.3.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gaman að fá færslu frá þér,ég sakna þeirra

Sennilega hefði ég nú sprungið úr hlátri ef ég hefði verið með ykkur mæðginunum í dag,hann er svo mikill snillingur hann frændi minn

Takk fyrir alla hjálpina um helgina og samveruna,þetta var bara æðislegt

Love you

Anna Margrét Bragadóttir, 31.3.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bara notalegt að vita af því að þú hafðir það notalegt.

Þú átt að skrifa meira á bloggi, það er ekki alveg einz & það eyðizt eitthvað upp á manni/konu rithöndin þó að merkir rithöfundar láti eftir sér einstaka dægurmálapiztil.

Sama skal yfir alla ganga, þannig að ..

"Vertu rólegur"

Steingrímur Helgason, 31.3.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hún hefur verið skemmtileg þessi ferð

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:08

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 31.3.2009 kl. 09:24

6 Smámynd: Ragnheiður

Æj hann hefur orðið alveg klumsa kappinn...

Mamma rólegur bara og veistu það eru þegar komnir 3 mánuðir frá síðustu jólum og það þýðir að það er um það bil meðgöngutími fram að næstu jólum. Það hlýtur að henta vel fyrir konu með bók í maganum...?

Kveðja

Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Dúlluleg myndin af thér :o) Já thad bara hlítur ad vera gott ad komast í burt í smá tíma.

Drengurinn er œdi!

Sporðdrekinn, 31.3.2009 kl. 13:09

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já Jóna, slakaðu á manneskja :D

En já ég öfunda þig að hafa komist í burtu í heila viku og það til annars lands .. hafðu það gott og gangi þér vel við skriftirnar

Guðríður Pétursdóttir, 31.3.2009 kl. 18:41

9 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 31.3.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gangi þér vel að skrifa. Ljótt samt af þér að láta mann fara að telja dagana til jóla í mars.

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2009 kl. 19:37

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að þú skildir fá gott frí, já og mamma rólegur er nú bara að hann er að reyna að standa á því sem hann heldur að sé rétt þessi elska.
knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 19:55

12 identicon

Þú ert yndislegur penni Jóna og mikið hlakka ég til að lesa eftir þig skáldsögu um næstu jól, bókin þín um "þann einhverfa og ykkur hin" var frábær lesning, gangi þér vel að skrifa

Helena Vignisdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

ljúft

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:31

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ian alltaf flottur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 22:49

15 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þú ert algjör snilldarpenni Jóna Ég hlakka virkilega mikið til að sjá bókina sem er í smíðum hjá þér, líst á þig kona!

Frábær myndin af þér

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:38

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:16

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2009 kl. 11:02

18 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mikið rosalega er þetta flott mynd af þér Jóna

Kolbrún Jónsdóttir, 3.4.2009 kl. 21:20

19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 frábær færsla, en eitthvad kannast ég vid gelgju...hérna megin er thad "mamma slakadu á" i annarri hverri setningu....

María Guðmundsdóttir, 5.4.2009 kl. 06:50

20 identicon

Haha þessi færsla var alveg frábær, þú ert svo góð í að lýsa persónulegum samskiptum á spaugilegan hátt. "mamma rólegur". Hann er snillingur!

Júlía Margrét (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband