Leita í fréttum mbl.is

Þegar meira að segja Þeim Einhverfa blöskrar...

 

Ég vildi svo gjarnan prýða heimilið mitt með fjöldanum öllum af grænum pottaplöntum; t.d. drekatrjám (næstum ódrepandi planta) eða burknum (fjandanum viðkvæmari). Og ég hef reynt. Margoft í gegnum árin. En ef það er til eitthvað í andstæðri merkingu við ''græna fingur'' þá endilega leyfið mér að heyra. Því ég hef það.

Ein planta hefur lifað í allt að 2 ár hjá mér núna og það er lítið drekatré í hvítum potti. Ég er afar stolt af þessum grænu blöðum. Þó veit ég það er eingöngu staðsetning plöntunnar sem hefur bjargað henni frá sömu örlögum og fyrirrennurum hennar. Hún fylgist nefnilega með fjölskyldumeðlimum bursta tennur kvölds og morgna, frá borði við vaskinn á baðherberginu.

Og í hvert sinn sem ég sé að hún er farin að drjúpa höfði þá eru hæg heimatökin að skvetta á hana vatni beint úr krananum.

Aðra plöntu á ég sem er mun stærri en þessi á baðherberginu og stendur í stofunni.  Hún tórir með naumindum. Það er Fríðu Brussubínu að þakka, sem aumkvar sig yfir hana öðru hvoru, vökvar og fjarlægjir dauð blöð. Klappar henni og hughreystir.

Ég er öll að vilja gerð að hugsa vel um aumingja blómið en ég á það til að gleyma að vökva. Það er að segja: þegar ég er á leið inn í eldhús að ná í vatn til að vökva með, þá gleymi ég á leiðinni hvað ég ætlaði að gera og fer að þurrka af borðum í staðinn.

-----

Fyrir nokkru síðan var ég að bardúsa eitthvað í eldhúsinu þegar Sá Einhverfi kom inn. Opnaði hvern skápinn á fætur öðrum og var klárlega að leita að einhverju.

Hvað viltu Ian, sagði ég. Ég var eiginlega viss um að hann væri að leita að hlaup-köllum. Uppáhalds sælgætinu sínu sem við reynum að fela á mismunandi stöðum. Hann finnur þá samt alltaf á endanum.

Hann svaraði mér engu en dró fram mælikönnu og fyllti hana af vatni.

Æi nei, sagði ég. Ekki fara að sulla núna.

Hann stóð og horfði á mig. Beið eftir að ég skipti um skoðun. Hann var alls ekki tilbúinn til að láta könnuna frá sér.

Ég hugsaði mig um andartak en forvitnin tók yfirhöndina; allt í lagi, þú mátt taka könnuna.

Þá gekk hann rakleiðis inn í stofu, að vesældarlegu plöntunni og hellti vatninu í blómapottinn. Svo skilaði hann könnunni aftur inn í skáp og valhoppaði að því loknu upp í herbergið sitt. Væntanlega til að sinna skriftarþörfinni.

Það má segja að ég skilji núna að ástandið er slæmt. Fyrst Þeim Einhverfa er farið að blöskra hversu mjög ég vanræki blómin þá er aðeins um tvennt að ræða: taka sig taki eða leyfa honum að sjá um þetta.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hann er yndislegur hann Ian sonur þinn Jóna mín en það veistu nú best sjálf

Ómar Ingi, 13.3.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Ragnheiður

haha, láttu hann bara um verkið. Ég var að henda stórri plöntu sem missti endalaust jafnvægið ...annaðhvort of þyrst eða of blaut..

Mér hefur samt alveg tekist að halda fínu lífi í plöntum hérna

Ragnheiður , 13.3.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég held að ég eigi a.m.k. helming englanna á plöntu-himnum, við ættum ekki að opna blómabúð saman held ég

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.3.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Flottur gaur, Ian.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.3.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Anna Guðný

Flottur strákur, held þú ættir að láta hann um vökvunina. Mín Friðarlilja er í eldhúsinu við hliðina á vaskanum. Mín meira að segja blómstraði um daginn. En annað hefur nú dalað uppi hjá mér, meira að segja aloe kaktusinn. Átti að vera ómögulegt að drepa hann en mér tókst það.

Anna Guðný , 14.3.2009 kl. 00:28

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Andstæð merking við græna fingur segirðu........... killer lófi?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2009 kl. 09:09

7 identicon

Góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:13

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er dásamlegt að hann ákveði að hjálpa móður sinni með vökvun plantna. Ekki eru allar mæður svo heppnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 22:20

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:45

10 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Kannski hann hafi þessa grænu fingur sem þig vantar. Ég sjálf hef drepið fl. plöntur en hægt er að hafa tölu á. Það er enda búið að setja blátt bann við því að ég kaupi plöntur inn á heimilið.

Helga Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:54

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:08

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Ó snúdurinn!

Sporðdrekinn, 16.3.2009 kl. 19:06

13 Smámynd: Einar Indriðason

Mínir "grænu fingur" lýsa sér þannig að mér myndi takast að drepa PLAST kaktusa.  (Og þeir sem eru ekki einu sinni lifandi fyrir....)

Einar Indriðason, 18.3.2009 kl. 08:17

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Blessuð láttu strákinn redda þessu. Ég er farin að halda að ég hafi svarta fingur, drep meira að segja kaktusa.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:21

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 22.3.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband