Leita í fréttum mbl.is

Afi pissar í klósettið og Sá Einhverfi settur undir smásjá

 

Anna systir á lítinn sonarson sem er allavega á topp 10 yfir mestu dúllur veraldar.

Krakkaormurinn sem er rétt rúmlega tveggja ára, er ótrúlega fljótur til. Orðaforðinn er gífurlegur og svo er hann svo sniðugur.

Þegar var byrjað að vinna í því að láta hann pissa í klósett, fékk hann að sjálfsögðu gífurlegt hrós og klapp þegar vel tókst til.

Svo var það eitt sinn sem hann gekk inn á afa Bigga þar sem afinn var að pissa í klósettið.

Guttinn rak upp stór augu og hrópaði svo upp: Vá ai Biggi - pissa í klósettið - dulegur!!

--------

Í dag rann það upp fyrir mér að við Bretinn höfum leyft Þeim Einhverfa að leika lausum hala of lengi. Og án þess að gera okkur grein fyrir því. Reyndar var svolítið sem Gelgjan sagði sem fékk mig til að kveikja á perunni.

Ég gleymi því alltaf  að drengurinn minn gengur í gegnum tímabil í lífinu eins og önnur börn. Uppreisn tveggja ára aldursins gekk í gegn hjá honum um 4ra ára aldurinn. Sjálfstæðisyfirlýsing þess fjögurra ára gerðist sirka um 6 ára aldurinn.. og svo mætti lengi telja.

Nú er búið að vera ansi rólegt og afslappað tímabil í góðan tíma. Barnið klárlega afskaplega vel heppnað og vel upp alið og allt hefur gengið tiltölulega smurt. Allavega svona á þessa heimilis mælikvarða.

Svo var það  í dag sem ég dreif mig loksins með Þann Einhverfa á sundnámskeið. Fyrir nokkrum tíma síðan fékk ég skilaboð frá skólanum þess efnis að stráksi væri orðinn svo klár að tímabært væri að setja hann á hnitmiðað sundnámskeið hjá Ösp, íþróttafélagi fatlaðra.

Það er búið að taka mig 2-3 vikur að koma mér að verki því þetta kemur auðvitað niður á starfinu mínu, en í dag lét ég sem sagt til skarar skríða.

Og þetta gekk allt saman í sögu þar til sundkennarinn benti Þeim Einhverfa á að það væri bannað að hoppa ofan í laugina. Það var nú meira en litla hjartað þoldi, að einhver ókunnugur maður væri að setja ofan í við hann. Ég hélt svei mér þá að drengurinn myndi ekki jafna sig á þessu.

Ég ákvað að koma við í Skalla og kaupa ís handa honum, til að hann ætti allavega góða og jákvæða minningu sem tengdist þessum fyrsta sundtíma. Þá var krakkinn bara eitthvað grömpí og hálfhvæsti á konuna sem afgreiddi okkur. Svo neitaði hann að taka af sér Spiderman vettlingana og fór að gráta þegar ég sagði að hann fengi þá bara engan ís.

Þegar heim kom og ég tilkynnti honum að hann ætti að lesa í lestrarbókinni sinni þá neitaði hann því. Og er ég skipaði honum höstugum rómi að fara á klósettið, sem fór ekkert á milli mála að yrði að vera fljótlega á dagskrá, þá harðneitaði hann því.

Hann gaf sig þó, hljóp inn á klósett og lokaði. Svo heyrði ég í Lottu í Ólátagarði í gegnum lokaðar dyrnar: HEIMSKA MAMMA!!!

Hann er þó allavega farinn að nota setningar úr sínum ástkæru bíómyndum, á réttum stöðum. Ansi oft undanfarið hefur hann stappað niður hægra fæti að hætti Lottu og sagt háum og ákveðnum rómi: ÉG GERI ÞAÐ EKKI!!!

lotta1

 

Það getur þá átt við ýmis konar beiðnir sem ég ber upp við hann. Eins og: gakktu frá skónum þínum og úlpunni - komdu að borða - farðu að pissa - settu diskinn í vaskinn - bursta tennurnar - o.sfrv.

Í dag þegar ég var að segja Bretanum frá hinum skapgóða dreng, þá sagði Gelgjan: hann er að ganga í gegnum tíu-ára-feisið.

Eureka!! Auðvitað! Það er nákvæmlega það sem er að gerast og hefur verið að gerast undanfarna tvo mánuði. Ég hef bara ekki tekist á við það og verið alltof undanlátssöm. Verið að hlífa honum en auðvitað mest sjálfri mér.

Eftir pælingar og diskúsjónir höfum við komist að þeirri niðurstöðu að framundan er örlítið töff tímabil. Þar sem verður mikið um mótmæli, grát og gnístran tanna. En það er ekki það fyrsta og verður ekki það síðasta.

Og í þessum skrifuðu orðum var ég að uppgötva annað: þetta er fyrsta aldurstímabilið sem hann tekur á réttum aldri. Það hlýtur þó alltaf að vera góðs viti, ekki satt?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel skrifað að vanda, þú átt svo auðvelt með að sýna manni aðstæður á myndrænan hátt.  Strákurinn verður sjálfsagt alltaf handful eins og fleiri góðir guttar, en eftirá er þetta svo gaman. Gangi ykkur vel í að setja reglur.  Knús á familíuna

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 01:25

2 identicon

Frábær færsla! Gangi ykkur vel í gegnum 10ára feisið!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OOH þá eru gelgjuhremmingarnar á næsta leiti hjá stráknum, ég vona að ykkur gangi vel á næstunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Þessi blessuðu gelgjuskeið koma mér alltaf jafn mikið á óvart  Held að það sé eitthvað tengt því að maður sér ekki að börnin sín stækka, fyrr en Úpps hvenær varðst þú árinu eldri?

Ég myndi halda að það sé góðs viti, knús á ykkur bara    

Sporðdrekinn, 23.10.2008 kl. 02:03

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thau taka svo asskoti mørg feis ad madur á erfitt med ad fylgjast med 

thad hlýtur bara ad vera góds viti ad hann sé á tiu ára skeidinu núna,hann er alltaf ad færa sig uppá skaftid, krúttulingurinn sem hann er

María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 08:55

6 identicon

Flottur strákur sem á flotta fjölskyldu.Gangi ykkur vel áfram

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:16

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Litli stóri krúttlingurin þinn farin að gelgjast,enda í hvert skipti sem ég hitti hann núna sé ég þroskamerki á honum,gangi vel með reglurnar

Svo er það litli prinsinn minn ótrúlegur dúllumann,hvað er hægt að biðja um meira þegar við eigum svona krúttlinga,við erum ríkar systur

Anna Margrét Bragadóttir, 23.10.2008 kl. 10:17

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já, þau taka á þessi tímabil...en eftir á er svooo margt sem maður getur hlegið að og skemmt sér yfir...fullt af ótrúlega skondnum atvikum og fyndnum uppákomum...það er vont það er vont en það venst....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sæl elsku Jóna mínþað vill svo til að ég var stödd í skalla á sama tíma og þúog ég brosti mínu breiðasta yfir að fá að sjá uppáhalds blog vinkonu mína og hennar yndislega, dásamlega, einstaka son sem ég elska en ég er svo hryllilega feiminn og óörugg að ég þorði ekki að koma til ykkar og heilsa uppá ykkuren kannski næstknús knús til litla vinar minns sem ég dái og hans einstöku flottu mömmu sem er bara frábær Mamma.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:45

10 identicon

Jóna ... nú verð ég að grandskoða heimilið mitt því þú HLÝTUR að vera einhvers staðar með falda myndavél ... hvernig í ósköpunum geturðu annars lýst heimilislífi MÍNU svona vel?!!   Hehehe... kannast við þetta ALLT - meira að segja fyrstu sundæfingar tilraunina!

Gangi þér vel í þínu lífi - sem er nákvæmlega eins og mitt ... mundu að þú átt samherja hinum megin á landinu

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:43

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gelgjan klár!!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 14:24

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóna, þú ert frábær.

Einhverra hluta vegna datt mér í hug þegar dóttir mín fór á klósettið hjá ömmu og afa og rakst þar á tennurnar úr afa sínum í glasi á vaskinum. Hún kom til mín og sagði: "Mamma, tennurnar hans afa eru inni á baði en afi er í stofunni, hvernig getur hann það?"

Börn eru besta fólk.

Rut Sumarliðadóttir, 23.10.2008 kl. 14:49

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Núnú, gaman að heyra af fjölskyldunni því sumir segja sumum ekkert í eigin persónu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:51

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er alltaf svo gaman að lesa skrifin þín.  Frábærir tveggja- og tíu ára gaurar ha.  Þessi feis eru svo krúttuleg og erið bæði í senn.  Ég er að díla við tveggja ára feisið.  Þvílík ákveðni og útsjónarsemi í einu skotti.  Og ég- líkt og þú, alltof eftirlát.  Auðvitað til að fyrra sjálfa mig öskurköstum frá þeirri litlu - jú nó.

knús og kveðjur

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:35

15 Smámynd: Ómar Ingi

man eftir sundtímabilinu með minn littla , gaman og ekki svo mjög gaman en samt gaman þú skilur mig kannski

Ómar Ingi, 23.10.2008 kl. 17:59

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er akkúrat að díla við bæði 2 ára feis og 10 ára feis...

Það getur ekki verið auðvelt að vera til þegar maður er einhverfur.. mikið hlýtur lífið að vera flókið, ja nóg er það flókið fyrir mig

Guðríður Pétursdóttir, 23.10.2008 kl. 21:29

17 identicon

Dásamlegt

Ég fæ að upplifa 10 ára skemmtilegheitin 5 daga vikunnar!!  Er nefnilega að kenna 5. bekk!  Og það er eins gott að hafa húmorinn í lagi þegar börnin eru í ham.  Held stundum að ég sé að vinna í "kvart og kvein deildinni" nú eða að í bekkinn minn hafi safnast saman eintóm "fórnarlömb" sem ALDREI fá að gera það sem aðrir mega, nú eða þá að ÞEIM er kennt um ALLT

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:38

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú, hann fer að ná mér

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.10.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband