Leita í fréttum mbl.is

Símtal frá fortíðinni

 

Í gærkvöldi fékk ég símtal frá fortíðinni.

Eldri maður með hlýja og örlítið hrjúfa rödd tjáði mér að ég væri honum ofarlega í huga þessa dagana. Og hann sagði mér sögu.

Hún bankaði upp á í Litla húsinu. Amman. Hún átti mikilvægt erindi við fjölskylduna sem þar bjó. Vildi biðja þau að taka ókunnugu barni opnum örmum. Vera góð við það. Barnabarnið hennar.

Fjölskyldan í Litla húsinu var kannski örlítið undrandi á bóninni, en tóku henni vel. Skildu að amman hefði áhyggjur af því að litla sonardóttir hennar yrði einmana hjá gömlu hjónunum. Ömmu og afa. Það var ómögulegt að segja hvernig henni tækist að afla sér vina á nýjum stað. Enda bara fimm ára gömul og systkini hennar  og foreldrar víðsfjarri.

Stúlkan vandi komur sínar í Litla húsið. Hún var ósköp smá og umkomulaus þessi telpuhnoðri. Kannski líka örlítið feimin. Fylgdist í fyrstu með mannmörgu fjölskyldunni í Litla húsinu úr hæfilegri fjarlægð. Þau vildu vera góð við hana en hún hleypti engum að sér. Ekki enn.

Í Litla húsinu bjuggu mamma og pabbi ásamt 3 börnum. Tveimur telpum og einum dreng. Seinna bættist í barnahópinn. Fljótlega vingaðist litla stúlkan við börnin í Litla húsinu og varð æ tíðari gestur á heimili þeirra. Ekki var verra að garðar þeirra lágu saman og fljótlegt var að hlaupa á milli húsa. Smokra sér í gegnum gat á grindverkinu.

Þegar frá liðu stundir, viðraði litla stúlkan þá ósk við ömmu sína að fá að flytja í Litla húsið. Svo vel undi hún hag sínum þar innan um öll börnin.  Hún saknaði systkina sinna. Börnin í Litla húsinu bættu þann missi upp á vissan hátt.

Barnsleg bón hennar bæði gladdi ömmu og hryggði. Hún sagði litlu stúlkunni að heimsóknirnar yrðu að nægja. Og amma bakaði eina af sínum víðfrægðu súkkulaðitertum og sonardóttirin bauð öllum börnunum í Litla húsinu heim í drekkutíma.

Litla húsið og íbúar þess eiga stóran sess í hjarta litlu stúlkunnar sem er löngu vaxin úr grasi. Ekki aðeins urðu þau við bón gamallar konu, heldur fylgdi umhyggja þeirra og alúð með í kaupunum. Og óendanleg þolinmæði með lítilli stúlku sem gekk inn og út á heimili þeirra eins og ætti hún þar heima.

Litla húsið, sem ekki lét mikið yfir sér bar nafn með rentu vegna þeirra sem þar bjuggu: Fagrabrekka.

Takk Pétur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hugljúft. Heyrði ekki viðtalið við þig...var í vinnu og mér tekst ekki að hlusta á það á netinu. En ég sé á blogginu að þú sagðir mikla sögu.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Falleg saga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Falleg saga og vel sögð.

Sem betur fer er til mikið af góðu fólki í veröldinni okkar.

Þú ert einstök manneskja Jóna!, takk fyrir að vera til

Bergljót Hreinsdóttir, 16.4.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Hulla Dan

Tú segir yndislega frá

Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 02:48

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er þetta falleg saga. -  Það er svo mikil fegurð til í þessum heimi, það er bara að leyfa sér að benda á fegurðina.  Eins og þú gerir nú í þessari frásögn.  Þakka þér fyrir Jóna að deila þessu með okkur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.4.2008 kl. 02:55

6 identicon

Sæl Jóna.

Einstaklega hugljúf frásögn,hún er svo tær, skýr og lifandi.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 04:01

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

takk fyrir fallega frásögn..

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 05:39

8 Smámynd: Helga skjol

Yndislega fallega saga

Helga skjol, 16.4.2008 kl. 06:58

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já sem betur fer er til gott fólk sem hefur kærleikan að leiðarljósi.  Falleg frásögn Jóna

Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:11

10 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 16.4.2008 kl. 07:11

11 Smámynd: Linda litla

Yndisleg saga, full af fegurð

Linda litla, 16.4.2008 kl. 07:52

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú veist ég elska þig, snillingur villingur. Sagði ég þér það ekki í gær?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 08:22

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt svona fólk

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 08:29

14 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 16.4.2008 kl. 08:45

15 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk fyrir  þessa  fallegu  sögu

Magnús Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 08:46

16 identicon

Falleg frásögn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:17

17 identicon

stórt knús

Ásta Birna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:20

18 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:28

19 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt Jóna, falleg viðbót við viðtalið í útvarpinu. ... og enn falla tár en nú vegna náungakærleika og fegurðar fólksins. Ég sé fyrir mér litlu stúlkuna með stóru söguna í hjartanu. Þarna hefur hún strax fengið mikla heilun frá ömmunni skynsömu, hlýju og góðu og frá fjölskyldunni í litla húsinu með stóra hjartað. 

Fallega skrifað Jóna

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:35

20 identicon

Soldið væmið náttúrlega fyrir minn smekk, en ég er nú líka ákaflega harður nagli, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:17

21 Smámynd: Inga Dóra

ofsalega falleg frásögn.

knús og kram

Inga Dóra, 16.4.2008 kl. 10:18

22 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 16.4.2008 kl. 10:23

23 Smámynd: M

M, 16.4.2008 kl. 10:43

24 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falleg saga!

Huld S. Ringsted, 16.4.2008 kl. 10:48

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög falleg saga

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 11:00

26 Smámynd: Gunna-Polly

falleg frásögn

Gunna-Polly, 16.4.2008 kl. 12:03

27 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Falleg frásögn og myndræn.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:11

28 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Meira get ég ekki "sagt"

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:42

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mikið er þetta krúttlegt, sé þessa fimm ára alveg ljóslifandi fyrir mér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 12:49

30 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sem betur fer er lífið ekki hringvegur!

Edda Agnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 14:31

31 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Brjánn Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 14:46

32 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 falleg frásøgn.

María Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:09

33 identicon

Til hamingju með þín góðu pennahönd, þú ert sannarlega stórt ljós.

Sólar kveðjur

Svala

Svala Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:53

34 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

skemmtileg endurminning.. þetta er endurminning ekki satt?

Skondið, húsið "mitt" heima á stokkseyri hjá mömmu og pabba heitir einmitt Fagrabrekka

Guðríður Pétursdóttir, 16.4.2008 kl. 17:03

35 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Falleg saga ég var alveg að detta inn í ævintíraheim þegar sagan endaði endilega komdu með frammhald á morgun.

Eyrún Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 17:17

36 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndislega falleg saga.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:29

37 Smámynd: Rebbý

falleg saga

Rebbý, 16.4.2008 kl. 17:57

38 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alveg dásamlega falleg saga. Alltaf gott að heyra af því að það sé til virkilega gott fólk.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:51

39 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:54

40 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Bara TAKK og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 16.4.2008 kl. 20:04

41 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

falleg saga

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 21:41

42 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:36

43 Smámynd: lady

lady, 16.4.2008 kl. 22:39

44 Smámynd: Hundshausinn

Skil ekki samhengið - þrátt fyrir yfirborðslegan skilning annarra...

Hundshausinn, 16.4.2008 kl. 22:55

45 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef mjög yfirborðslegan skilning á þessari sögu.......mér finnst hún algert yndi og algerlega falla að "hinni sögunni". Mikið ljós í þínum penna og reynslu sem þú skilar svo fallega í gegn Jóna mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 23:06

46 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir öll komment krakkar mínir. Þið eruð yndi.

Jenný. Þú sagðir mér það ekki en skilaboðin eru móttekin

Guðríður. Jú þetta er endurminning

Osa. hvaða samhengi?

Katrín. Takk fyrir þinn yfirborðslega skilning

Jóna Á. Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 23:26

47 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litla stúlkan heitir Jóna, ekki satt? relgulega hlý og falleg saga  Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:45

48 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ofboðslega er þetta flott hjá þér!!!

Var einmitt að hlusta á viðtalið við þig (á netinu), og út frá því, er þetta ein fallegasta saga sem ég hef lesið....

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 01:23

49 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís. Jú það er nafnið hennar.

Lilja. Takk fyrir það. virkilega fallega sagt.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 20:53

50 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég fór bara að skæla við að lesa þetta. Og er líka búin að hlusta á viðtalið.

Jóna, þú ert algjört yndi

Brynja Hjaltadóttir, 17.4.2008 kl. 23:08

51 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dugleg stelpa Brynja mín

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband