Leita í fréttum mbl.is

Plastið byrjað að hitna

 

Það var nokkuð ljóst að ef breski hluti þessarar fjölskyldu ætti að fá jólagjafirnar fyrir jólin 2007, þyrfti ég að hefjast handa. Og það gerði ég í kvöld.

Tætti í Kringluna vopnuð plasti og stóð mig eins og hetja. Landaði UK-jólagjöfum og fimm til.

Sá pott í Byggt & Búið sem mér leist vel á og til þess að ég keypti ekki eitthvað alveg út í loftið sneri ég mér að ungum manni sem þarna var að afgreiða.

Nú átt þú að segja mér hversu frábær þessi pottur er, skipaði ég.

Hann leit á mig, brosti alveg yndislega fallega og sagði: þessi pottur er alveg frábær.

Gott, sagði ég. Ég ætla að fá hann.

Svona getur verið einfalt að finna góðar og nýtilega jólagjafir.

Í Blend hitti ég á annan ungan afgreiðslumann sem fékk sko ekki sitt þjónustuskírteini úr cocoa puffs pakka. Hann mátaði fyrir mig peysur og hélt á vörum fyrir mig á meðan ég skoðaði fleiri.

Hitti svo fyrir skemmtilegt fólk sem var að kynna nýtt íslenskt jólaleikrit; Lápur, Skrápur og jólaskapið.  Tveir piltar stóðu þarna í búningum og ung stúlka með þeim sem var með allt á hreinu. Spjallaði við þau um leikritið og ég ætla að skella mér á sýninguna þeirra með krakkana. Held þetta sé bráðsnjallt leikrit fyrir alla fjölskylduna. 

 Þegar ég ákvað að ég hefði afrekað nóg í jólagjafadeildinni fór ég á Cafe Bleu og mætti þar sama yndislega viðmótinu og annars staðar, hjá stúlku sem var að þjóna og svo kaffimeistaranum sem lagði fyrir mig dásamlegan Latte í takeaway bolla. Það er ekki annað hægt en að komast í ekta jólaskap þegar þjónustan er svona fyrsta flokks, hvar sem maður kemur.

---------------

Rétt í þessu læddist ég inn í herbergi hjá krökkunum og kíkti í gluggann. Svona rétt til að sjá hvort jólasveinninn væri búinn að koma. Ekki var það nú. Hann bíður sennilega eftir því að við Bretinn skríðum í koju.

Í glugganum hjá Gelgjunni var orðsending til jólasveinsins, undir mjólkurglasinu sem ætlað er fyrir þyrstan, önnum kafinn Nikulás.  Á miðanum stendur: Afsakið, en ég á ekki piparkökur. Svo er teikning af andliti með skeifu og tvö tár og undir stendur; Fyrirgefið!

Ég hafði Gelgjuna grunaða um að þykjast trúa á jólasveininn ennþá, því hún væri hrædd um að fá annars ekki í skóinn. En núna.. núna er ég ekki viss. Þetta er svo innileg afsökunarbeiðni. Ég vona að Sveinki taki hana til greina.

Englands-jólagjafirnar standa vandlega innpakkaðar í jólapappír ofan í stórum pappakassa frammi í forstofu. Ég vil að Bretinn hnjóti um þær í fyrramálið svo hann muni að fara með þær á pósthúsið bright and early. Búið að sækja jólaskrautið ofan af háalofti en jólagardínurnar eru enn ófundnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til hamingju með að vera byrjuð! Ég er ekki enn komin af stað, allt of mikið annað að gera! Mínar jólagardínur eru líka týndar og tröllum gefnar. Ætli ég verði ekki að kaupa nýjar. Sveinki fékk líka bréf í kvöld, enga mjólk og engar piparkökur, bara beiðni um fullt af nammi. Þar sem barnið átti afmæli varð Stúfur litli við bóninni og skrifaði honum til baka hið snarasta Heyrumst á morgun

Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 02:11

2 identicon

Dugleg ertu Jóna. Það verður ekki annað sagt.  Ég á þetta allt eftir og ég barasta hreinlega nenni þessu ekki.

Varðandi jólagardínur.. thja.. ég á nokkuð mikið til af þeim í allskonar útfærslum og stærðum.  Á ég ekki bara að senda þér þær ?  Mun líklegast aldrei nota þær aftur, þar sem eldhúsglugginn hjá mér skartar annarskonar skrúða í dag.

Þarf að ræða það eitthvað eða ?  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:28

3 identicon

Hér skildi sú yngri piparkökur eftir handa jóla (Stúf) - bað hann um að taka þrettán stk. - fyrir sig og bræður sína. Jólasveinninn var mjög kátur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:04

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já,já þú bara hespar þessu af  Það getur verið einstaklega þægilegt þegar að afgreiðslumennirnir eru tilbúnir að virkilega standa sig og halda smá sýningu  Hér í glugganum var risa pakki í glugganum með litlu innihaldi og bréf með,ég var nú búin að tilkynni dóttlunni að stúfur væri smár Jóli og ætti erfitt með að dröslast með þennan stóra pakka, en hún sagði að þá yrði hann bara að skilja hann eftir,en hann stúfur tók pakkann með sér, en hann kunni ekki við annað 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.12.2007 kl. 08:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Börnin mín "trúðu" á jólasveininn langt fram eftir aldri...  vandlega úthugsað og kannski að hluta til líka, meðfætt viðskiptavit...

Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 08:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er sum sé æfing með vísakortið.  Svo hefst sýningin, úje, ég skal koma með og taka myndir af þér við kassana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2007 kl. 09:06

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mitt plast er löngu bráðnað að miðju, en ég náði að klára gjafirnar áður. Það er gaman að fá svona góða þjónustu. Mér finnst öllu jöfnu, karlmenn vera betur þjónustulundaðir heldur en kvenfólk. Karlmenn hafa mátað fyrir mig fatnað, ég held ég þyrði ekki að biðja einhverja skvísu um hið sama, þær eru oft meira fráhrindandi.

Einnig hef ég tekið eftir því að það eru langtum frekar karlmenn sem gefa sjens eða stoppa fyrir gangandi vegfarendum í umferðinni.

En...til hamingju Jóna að vera komin á fulla ferð!

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.12.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er alltaf á seinustu stundu. Það er minn stíll.

Laufey Ólafsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:34

9 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mikið átt þú gott að koma ósködduð á líkama og sál útúr Kringlunni. Ég á alveg hrikalega erfitt með mig þar, ég held að það hljóti að vera eitthvað í loftinu (loftræstingunni) sem fer svona í mig.

Ég finn hvernig dónapúkinn sest á öxlina á mér og áður en ég veit af þá er ég farin að ónotast við saklaust starfsfólk, það er farið að rjúka úr hausnum á mér og mig langar að lemja heiminn. Enda forðast ég sem mest ég má að fara þangað.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:37

10 identicon

Innlitskvitt

mums (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Dísa Dóra

Hér eru allar jólagjafir tilbúnar og það meira að segja án þess að plastið hafi svitnað verulega - þetta var að mestu tekið í sumar í úgglandinu

Mikið er Gelgjan sæt í sér við sveinkann   Hlakka til þegar sveinki fer að koma á þetta heimili en þar sem skottan er enn svo ung að hún hefur ekkert vit á þessu var sveinki beðinn um að bíða með skógjafir enn um sinn.

Dísa Dóra, 14.12.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú ert hörkukvendi. Ég er ekki farin að gera neitt.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.12.2007 kl. 11:45

13 identicon

kvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:24

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kvitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 13:21

15 Smámynd: Helga Linnet

Mikið er gott að heyra að afgreiðslufólk geti enn brosað þrátt fyrir jóla stress hins venjulega íslendings

Helga Linnet, 14.12.2007 kl. 13:28

16 identicon

Sælar skvís, þarf náttúrlega ekki að spyrja að dugnaðinum í þér eins og ávallt:)

Magnea (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:14

17 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sakna þess "gulldrengurinn" trúir ekki lengur segir að hann sé alveg að verða unglingur !!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.12.2007 kl. 15:22

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið varstu dugleg, ég á eftir að kaupa helling! Snjallt hjá gelgjunni að skrifa bréf til jólasveinsins. Hún hlýtur að fá eitthvað voða flott í skóinn!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.12.2007 kl. 16:50

19 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það munar ekkert um það þegar þú leggur af stað í jóaundirbúninginn :) .. mundirðu að setja skóinn þinn í gluggan?.. því ég er viss um að jólasveinninn myndi fylla hann af gjöfum og góðum óskum  .. (hann er nebbnilega svo hrifinn af duglegum og góðum stúlkum).

Hólmgeir Karlsson, 14.12.2007 kl. 18:15

20 identicon

Hæ hæ Jóna. Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar. Dugleg í jólastússinu! Frábært hvað þú fékkst góða þjónustu í Kringlunni, get rétt ímyndað mér án þess að þekkja þig nokkuð að þú gefir frá þér svona líka góða strauma og fáir alltaf svona góða þjónustu . Jólakveðja, Guðbjörg V.

Guðbjörg V. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 19:19

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já og ég er svo heppin að Englendingarnir mínir eru fluttir heim

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.12.2007 kl. 19:30

22 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha ég var heillengi að fattta þetta með plastið...

en hey þú ert aldeilis komin af stað... flott hjá þér, ég er búin að flestu en núna þegar virkilega er að koma að þessu sé ég að það er heilmikið sem vantar, og ég er að vrða peningalaus....

Hörður minn er líka með smá efasemdir um jólasveininn, en ég held hann vilji ekki pæla of mikið í því.. það skiptir hann allavega miklu máli að hafa miiiikið opin glugga..

Guðríður Pétursdóttir, 14.12.2007 kl. 20:45

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 takk fyrir skemmtileg komment

Dúa hmm mannleg gína.. allir ættu að eiga eina slíka hehe

Auðvitað virka ég voða dugleg í jólastússinu þegar ég blogga um það þegar ég loks geri eitthvað

Helga Linnet. Ég er sammála. Það er aðdáunarvert að afgreiðslufólk haldi gleðisvipnum og þjónustulundinni í geðveikinni sem er í þjóðarsálinni í kringum jólin.

Kristín Björg. Þú ert skynsöm

Hulda. Ég vissi ekki af tengingunni, ég fylgist alltaf svo illa með

Villa. Ég velti því fyrir mér hvort þið ættuð skóglendi í þinni fjölskyldu hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 14.12.2007 kl. 21:13

24 Smámynd: Jens Guð

  Vegna fjölda innlita á þitt blogg þætti mér vænt um það ef þú skrifaðir færslu um stöðu Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi,  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/391858/

Jens Guð, 14.12.2007 kl. 23:44

25 Smámynd: Riddarinn

ég vill nú bara leggja fram kvörtun yfir því að það eru 25 konur búnar að leggja fram athugasemdir við þessa grein hjá þér en bara 5 karlkyns að mér meðtöldum. Þetta er varla nokku jafnrétti Jóna. hvað er til ráða

Riddarinn , 15.12.2007 kl. 00:52

26 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er í sama gír og þú nema ég á eftir að senda - það verður á mánudaginn - þó minna en oft áður því það koma svo margir heim! Knús á þig og þína.

Edda Agnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 01:10

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Yndislegt bréfið til jólasveinsins.

Ég notaði þá aðferð eitt sinn til að sækja um launahækkun, skrifaði yfirmanni mínum tölvupóst undir yfirskriftinni "Kæri jóli" og bað um launaviðtal. Ég fékk auðvitað enga hækkun ....ekki strax en skilaboðin skildust vel.

Sit sveitt við jólakortaskrifin í kvöld og ekki búin að kaupa nema eina jólagjöf. Allt of róleg í þessu núna.

Marta B Helgadóttir, 15.12.2007 kl. 01:42

28 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara að kvitta fyrir innlit

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 12:55

29 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nota ekki svona plastik-dót... Reynslan hefur kennt mér að ég og plastik (kredit-plast) erum ekki gott par!

En gaman þegar fólk tekur eftir því hvað það er mikið að "næs" fólki sem vinnur við að þjónusta okkur í verslunum. Svo vinsælt umræðuefni þessa dagana að tala um lélega þjónustu;)

Heiða B. Heiðars, 15.12.2007 kl. 12:55

30 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla hjá þér stelpa.  Dettur þér virkilega í hug að hress og kát kona eins og þú fáir annað en 130% þjónustu. Eigðu góða helgi mín kæra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 15:50

31 identicon

Datt sisona í hug hvort orðsendingu Gelgjunnar hafi verið beint til "bakarans" á heimilinu, frábærar færslur hjá þér

Gúlíeff (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 21:50

32 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mínar jólagardínur eru líka enn ófundnar (hef ekki nennt að gá reyndar) Hugsa að þetta sé samsæri !

Brynja Hjaltadóttir, 16.12.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1639923

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband