Leita í fréttum mbl.is

Its out there now - I'm fat

 

 vogÍ  framhaldi af innhverfri íhugun varðandi hreyfingu og breytt og betra (aðallega minna) mataræði, og breyttan lífsstíl, hef ég tekið ákvörðun. Frá og með morgundeginum, fyrsta vinnudegi eftir sumarfrí, verður tekið á því. Og ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin í gær þá hefði hún svo sannarlega verið tekin í dag eftir að ég fjárfesti í nýrri baðvog.

Ég ætlaði að vera sparsöm og kaupa digital baðvog í Tiger í Kringlunni. Held hún hafi kostað 1600 krónur. Hún var auðvitað búin þegar ég mætti þar í dag.

Ég dreif mig því yfir í Byggt & Búið og keypti mér eina á 4.100 krónur, því vigt skyldi ég fá. Þetta er mikið eðaltæki því hún gerir allt nema að vekja mig á morgnana. Á meðan ég skellti mér í kökuhlaðborð yfir til Önnu frænku þá settist Bretinn niður með vigtina og hóf að lesa manualinn. Þegar ég kom til baka, útblásin af kökum og fleira góðgæti, hófst sýnikennslan.

Bretinn lét mig stíga á vigtina og þar komst ég að því að kílóin fimm sem ég hef bætt á mig í sumar eru allt í einu orðin átta. OMG!!! Og svo bíðurðu aðeins sagði Bretinn... og núna máttu stíga og þá sérðu fituprósentuna.

Og áfram hélt hann: Og svo hérna er tafla yfir æskilega fituprósentu.... and you are.... no, Im not gonna say it.

Láttu ekki svona sagði ég.

Hann horfði á mig döpru augnaráði sem lýsti yfir samúð í minn garð; you are fat. 

Og þar hafið þið það: opinberlega og samkvæmt bókinni er ég feit. FEIT. Fyrir 39 ára konu sem er 162 cm á hæð er ég ekki normal samkvæmt staðli, eða overweight. Nei, ég er feit.

 Og fyrst við erum með þetta allt out in the open þá kemur þetta hér...... ég er..... ég er... what the hell 72 kg. Andskotinn.

Úr þessu verður bætt og það verður gert á eftirfarandi hátt (og þið eruð vitni mín, aðhald mitt og samviska mín):

  1. Hreyfing: Sundsprettur alla virka daga fyrir vinnu (hugsað til að koma blóðinu á hreyfingu, hjarta og lungum í betra horf og auka vöðvamassa). Jafnvel einstaka göngutúr með Vidda hund.
  2. Mataræði: Prótein/Herbalife shake eftir sund og í hádeginu (bragðbættur með skyri/banana/berjum/ávaxtasafa). Muna Omega hylkin, vítamínið og trefjatöflurnar (svo gott fyrir hægðirnar). Heitur kvöldmatur eldaður af Bretanum af ást og umhyggju fyrir mér.
  3. Svefnvenjur: Komin upp í rúm ekki seinna en á miðnætti. Sofnuð alls ekki seinna en 12:30. Ef á að stunda kynlíf þá verður það að gerast á öðrum tímum.
  4. Aðhald: Bloggheimar og Herbalife heilsuklúbburinn minn.

Andskotinn.

En nú er Bretinn að kalla á mig í mat. Egg og beikon með smjörsteiktum sveppum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fjandans vigtin ... líst annars mjög vel á planið þitt. Skal vera rosalega gribbuleg og ... ef þú grennist ekki um fimm kíló á viku mun ég kalla þig fitubollu, jafnvel þegar þú verður komin niður í mjónustærð ... sérstaklega þá! Múahahahah!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

162cm og 72 kg allt of mikið jahérna, taktu þér tak kona, gangi þér vel.  Þú átt að hreyfa þig 40 til 50 min á dag fimm daga vikunnar og borða 1500 karloríur á dag. Ég var að fá að vita þetta. Eða voru það kannski bara 1100 kaloríur?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.8.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég verð að kaupa svona vigt. Er hún til líka í Smáralind?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.8.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já Gurrí... helvítis vigtin. Allt henni að kenna náttúrlega. Eins gott að þú sýnir þína bestu gribbuhlið

Þórdís ég veit . too much. og ég veit að 40-50 mín er betra en 20-30 mínútur en 20-30 mín er betra en ekkert og ég ætla að taka þetta í skynsamlegum og litlum skrefum.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Úff, sem betur fer á ég ekki svona vigt. Mín segir mér bara kílóafjöldann og sleppir allri gagnrýni. Miðað við þínar niðurstöður þá væri ég "obese".

Bjarndís Helena Mitchell, 26.8.2007 kl. 19:20

6 identicon

Jóna beib.

Ef þú verður jafn ákveðin og á Gauksárunum góðu, ferðu LÉTT með þetta!

Habbðu bara nóg fyrir stafni, fyrstu dagarnir eru erfiðastir en eftir svona 3-4 daga kemstu líklegast í stemmningu til að halda áfram.

Ég skal glöð hvetja þig sæta.

Katrín Brynja

Katrín (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:25

7 identicon

En Jóna,

Þetta nýja umhverfi bloggsins þíns finnst mér alls ekki nógu hressandi og ólíkt þínum karakter!!!

Ferska Jónuvinda óskað.

Kv.

kbh

Katrín (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:27

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bjarndís. Það er gott að eiga vigt sem ekki gagnrýnir mann. Nóg er samt. En ég kallaði þetta yfir mig sjálf... viljandi

Katrín beib. Það er soldið annað að vera ákveðinn að skella í sig 4-6 rjómakokteilum á kvöldi eða losa sig við þá aftur (15 árum seinna). Og hættu svo að setja út á yfirlætislausa bloggumhverfið mitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Getur ekki verið að kökuveislan gefi 2 kg? Prufaðu að vera svöng í kvöld, og engan ís kl 22:00

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 19:40

10 Smámynd: krossgata

Ég hef aldrei á ævinni verið ánægð með það sem mínar vigtar hafa sagt mér.  Ekki þegar ég var 20 ára 160 cm og 47 kg, ekki 30 ára 162 cm (já hækkaði um 2 cm eftir tvítugt) og 60 kg, ekki 40 ára 162 cm og VEL yfir 70 kg - fljótlega eftir það sagði ég síðustu vigtinni upp störfum, svo ég veit ekki nákvæma þyngd í dag  enda viss um að ég yrði ekki ánægð með blaðrið í henni.  Ég tel þó fullvíst að síðustu þyngdartölur hafi ekki lækkað og lengdartölur staðið í stað.

Ég er að hugsa um að stíga næst á vigt þegar það fer að glytta í að ég komist aftur í "litla svarta númerið" sem hangir inn í skáp.

krossgata, 26.8.2007 kl. 19:41

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þú gengur frá mér. bollan þín.  Nú er það hestakex og vatn í öll mál. 

Vona að smjögstektu sveppirnir og beikonið hafi runnið vel niður með jarðarberjasjeiknum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 20:03

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Enga fljótfærni í fyrsta lagi getur vigtin alveg verið gölluð (er það örugglega) í öðru lagi er full ástæða til að athuga (þegar ekki sét til þín) hvort ekki sé hægt að eiga við stillinguna og ef þá er að athuga hvort bretinn hafi nokkuð gert það ef ekki þá að gera það sjálf (enn auðvitað þegar ekki sést til þín) ekki gefast svona fljótt upp.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.8.2007 kl. 20:30

13 identicon

Fyrir utan alla þessar frábæru rithöfundarhæfileika ertu krútt og dúlla, hvert einasta kíló.  Gangi þér vel.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:32

14 identicon

Anna orðaði þetta svo vel að ég verð eiginlega bara að taka undir það sem hún segir.

Ragga (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:35

15 identicon

Ekki feit. Bara aðeins of stutt .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:40

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Birna Dís!  ok ég er alltaf að græða hérna ég er nebblega farinn að lengjast á nýjann leik og mátti nú alveg við því enn gallinn við það þangað til núna Birna Dís er að ég vex uppúr hárinu sem er sko mikið í lagi og ekki síst núna þegar ég sé að kílóin deilast bara á fleiri cm. þú ert frábær Birna

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.8.2007 kl. 20:49

17 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Segðu Bretanum að hætta þessu ofeldi  Þú þarft ekki að losna við nema 0,4 BMI- vægi þá ertu í góðum málum

Þóra Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 21:00

18 identicon

Þetta á allt eftir að virka hjá þér. gangi þér vel 

skondrumamma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:27

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er svo gott að borða góðan mat, ég gúffaði alveg rosalega í mig í barnaafmælinu í gær svo að í dag var það bara vatn og heilsukex. Samt smá svon osta/pasta/pulsuréttur í kvöldmat    vona að vinnuvikan verði skemmtileg og fljót að líða.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 21:39

20 Smámynd: HP Foss

Blessuð láttu ekki Bretann slá þig út af laginu. Vertu sátt við þig eins og þú ert og segðu þeim breska að ef hann ekki sé sáttur, þá sé nóg til af íslenskum körlum og þeir séu ekkert að spá í nokkur kíló til eða frá.

Þeir vilja vera með leiðindi þessir bresku af og til, ég þekki það vel, átti Land Rover í nokkur ár. Ég lét hann flakka.

HP Foss, 26.8.2007 kl. 21:43

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur. Nú er klukkan að vera 22 og ég er enn að gúffa. Síðasti séns sjáðu til

Krossgáta. fjandans númer á öllum sköpuðum hlut.

Jenný. Mmmm.. langar í jarðarberjasheik

Guðjón Viðar.  If only

Lísa. Ussssssssss.... of snemmt að hrósa mér. Þínum málum hvað?

Högni. Auðvitað er vigtin gölluð. Ekki er það ég   Voðalega ert þú heppin að vaxa upp úr hárunum. Ég vildi að ég yxi upp úr einhverjum hárum.

Anna og Ragga. Ég er lítið, feitt krútt.. og samkvæmt Birnu Dís; stutt líka. Er farin að hallast að því að ég sé one of the little people

Birna Dís það er þér að kenna að ég ákvað að láta reyna á sundið. Þú minntir mig á með kommenti hjá mér í gær hversu áhrifaríkt það getur verið að synda.

Þóra. Þetta hljómar algjör tittlingaskítur þegar þú orðar þetta svona. Og það er rétt, Bretinn ofeldar mig.... nei.. ofeldir... segjum bara ofnærir mig

Skondrumamma. Hæ aftur  og takk fyrir það Sirrý mín. Þú getur fylgst með því út um gluggann hvort bíllinn minn sé ekki öruggleg horfinn úr stæðinu um kl. 7

Ásdís mín. Takk fyrir það. Í enda vikunnar verð ég orðin svo ánægð með mig að ég gleymi að mæta í sundið. hehe

HP Foss. Ég vildi að ég gæti skellt þessu öllu á Bretann. Get það bara ekki. Hann kvartar aldrei. Segir mér bara hvað ég sé æðisleg. Ég hélt einmitt að þessir íslensku væru orðnir svo spilltir og kröfuharðir á  öllu þessu tali um fallega og fullkomna íslenska kvenfólkið. Er Land rover breskur bíll?

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 22:10

22 Smámynd: Þröstur Unnar

Gormurinn þinn. Þú áttir að fasta til kl 22:00, og engan ís þá. Skammastu þín og beint í koju.

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 22:22

23 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gangi þér vel Jóna! Það verður hver að finna sig í þessum efnum.

Ég hef þó smá reynslu í þessum efnum.  Ég léttist um 30 kíló (hef áður minnst á það en sennilega hefur fólk haldið að ég væri að fíflast!) en ég var með eina reglu og kílóin hafa ekki komið til baka enda hef ég í dag stjórn á því sem ég innbyrði af mat. En þetta var erfitt í fyrstu. Reglan sem ég setti mér var semsagt sú að borða að meðaltali aðeins um 2200 hitaeiningar á dag, en ég er 185 cm á hæð. Ég viktaði allan mat ofan í mig í um eitt ár og reiknaði út hitaeiningar í Excel skjali, en þar bjó ég til töflu sem reiknaði sjálfkrafa hitaeiningarnar. Eftir að ég hafði sett inn grömmin af matnum sem ég borðaði í það og það skiptið birtust heildarhitaeiningarnar í rauðum stórum stöfum efst á töflunni; ef ég var kominn í 1500 hitaeiningar klukkan 6 að kveldi varð ég að hægja á átinu. Ég gekk mikið, nokkra kílómetra á dag.  

Ég notaði ekki vítamín né hjálparefni enda er ég of nískur til þess, en ég er þó alls ekki að mæla gegn því, aðeins að segja að það er ekki til neinar uppskriftir sem duga öllum: en segi aðeins aftur, gangi þér vel!

Og öllum hinum sem eiga þetta eftir; þetta er miklu léttara en það virðist vera, ég skil ekki af hverju í ósköpunum ég framkvæmdi þetta ekki mörgum árum fyrr.

Benedikt Halldórsson, 26.8.2007 kl. 22:37

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur. Ormurinn þinn. Er á leið í koju

Ella. Jebb. aðeins fjögurþúsundogeitthundraðkrónur

Benedikt. Ég er stolt af þér. Það þarf engan smávegis viljastyrk í að losa sig við 30 kg. Svona skipulag eins og þú hefur notað myndi ekki henta mér. Svo vel þekki ég sjálfa mig. En ég hef svosem gert þetta áður, borðað minna, hreyft mig meira og það svínvirkar. Líka að bara borða minna . En nú þarf ég að vera dugleg og finna mér lífsstíl. Nenni ekki þessu jó-jó dæmi lengur.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 22:40

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir Jóna; þér mun takast þetta!

Benedikt Halldórsson, 26.8.2007 kl. 22:52

26 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góða skemmtun áfram. Ég hermi eftir þér og nýt góðs af öllum kraftinum sem þér er gefið hér í kommentunum!

Þú ert eftir allt saman algjör dúlla.

Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 23:35

27 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

en skondið, ég er líka feit, næstum því 80 kíló og er 166 cm..

Mitt átak er einmitt hafið, sérstaklega af því að útaf því að ég fæddist með skökkulappirnar má ég bara ekkert þyngjast því þá hætti ég að geta hreyft mig út af sársauka í fyrrverandi skökku löppunum og núverandi skakka bakinu.....

Hversu sad er það...og bara nýorðin 26 ára...

ég ætla að fylgjast með þér grant í þessu átaki og standa mig líka

good luck to us both

Guðríður Pétursdóttir, 26.8.2007 kl. 23:48

28 Smámynd: Gerða Kristjáns

Látt'ekki svona........þú ert bara of stutt miðað við þyngd

Þú getur líka tekið upp þetta viðhorf: I AM in shape.....round is a shape too"

Gerða Kristjáns, 27.8.2007 kl. 00:18

29 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Nú er bókalistinn tilbuinn a siðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:21

30 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gangi þér vel. Tyrklandsaðhaldið mitt er smá að hverfa og kílóin koma í staðinn. Ég þarf að fara að hugsa minn gang líka. Hvaða hvaða,....við verður allar orðnar tágrannar eftir nokkrar vikur. Ekki satt??

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.8.2007 kl. 08:41

31 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef ekki átt vigt í trilljón ár og eftir þessar upplýsingar um tæknina er ég að spá í að hafa það þannig áfram!! 

Heiða B. Heiðars, 27.8.2007 kl. 09:01

32 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Segi nú bara eins og Garfield og tek algjörlega undir þetta hjá honum: 

I´m not overweight - I´m just underheigth!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 09:48

33 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh ég vildi að þú gætir gefið mér smá af þessari fitu  sem þú ert með. En ég held  að þú sért ekki veit dúllan mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 09:57

34 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott gengi

Guðrún Þorleifs, 27.8.2007 kl. 10:13

35 identicon

Blessuð, ég veit hvað þetta er erfitt, mér fannst mikið mál að horfast í augu við að ég væri orðin "of þung" æ þetta með BMI og allt það.

En þegar því var lokið þá ákvað ég að gera eitthvað í málinu og kíkti á byrjendafund hjá íslensku vigtarráðgjöfunum fyrir forvitnissakir. Ég bjóst nú hálfpartin við því að mér yrði hent út þar sem ég er ekki nein rosaleg bolla heldur bara með einhver ca 10-15 kg sem ég vil losa mig við. Það tók á móti mér mjög almenilegt fólk, fólk sem hefur skilning á þessu þar sem það hefur gengið í gegn um þetta sjálft. Þau eru með heimasíðu www.vigtarradgjafarnir.is og þar er fullt af upplýsingum sem geta nýst fólki sem er í bollubaráttunni.

Bestu baráttukveðjur og gangi okkur bollunum sem best.

Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:34

36 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

162cm á hæð og 72 kíló..............hva............er það eðal ?

Alltaf bara spurning hvar aukakílóin safnast, þau geta nefnilega farið sumum konum helv........vel :)

Ívar Jón Arnarson, 27.8.2007 kl. 18:40

37 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Ætlaði nú að segja "hva........er þa´ekki eðal ?

Ívar Jón Arnarson, 27.8.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639952

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband