Leita í fréttum mbl.is

Neglur og IKEA

 

nails

 

Í fyrsta skipti í fjölda ára er mér að takast að safna nöglum. Samt er ég í sumarfríi. Hef því nægan tíma til að naga neglurnar, kroppa í naglaböndin og bara gera það sem ég geri venjulega. Sem er að misþyrma á mér fingrunum. Sem er algjör synd því hendurnar eru minn fallegasti líkamspartur. Píanófingur, sagði einhver þegar ég var krakki.

 

Í dag ætla ég að taka fram naglaþjöl, handáburð og nýja naglalakkið mitt og dúlla við hendurnar á mér. Svo fer ég kannski bara í IKEA. Þó að Breska konan þoli ekki búðarráp. Látum Bretann sjá um Bresku konuna. IKEA ferðin verður bara mín golfferð.

ikea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ekki á ég í nokkrum vandræðum með að safna nöglum, þær vilja bara aldrei allar vera jafnlangar á sama tíma.  Strax og allt er farið að líta jafnt út og allt stefnir í að maður geti skreytt þær guðdómlega, þá byrja þær að brotna ein af annarri í rólegheitunum.  *dæs*  Ég bíð þess í ofvæni að mislangar neglur verði aðal. 

krossgata, 17.8.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Krossgata. Takk fyrir að minna mig á þetta. Það ER vesen að vera með langar neglur. Þess vegna er best að halda þeim stuttum og huggulegum... og þá meina ég ónöguðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er búin að vera með mínar í gjörgæslu síðan í sumar að sænksa vikonan gaf mér eitthvað naglakitt.  Ikea er staðurinn til að komast að því hvað manni vantar og vissi ekki um, í lífinu.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Rebbý

lærði fyrir löngu að maður á ekki að naga neglur, og geri ekki, en aldrei vilja þær tolla samt á mér þessar elskur
góða skemmtun í IKEA, maður fer aldrei tómhentur þaðan út.

Rebbý, 17.8.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri alveg til í Ikea rúnt í dag, en þar sem búðin er hinum megin heiðar ætla ég bara til þjálfarans.  Knús inn í helgina.  Love the Brittish.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 11:49

6 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Sláðu tvær flugur í sama höggi - sittu á kaffiteríunni í IKEA og lagaðu neglurnar......... Hefðurðu tekið eftir því hvað ég fæ góðar hugmyndir......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 12:28

7 identicon

Skemmtilega samsett fyrirsögn  Ég er svo heppin að hafa aldrei verið í vandræðum með að safna nöglum, enda aldrei safnað nöglum. Gat það ekki þegar mesta pjatt-tímabilið gekk yfir í þessum efnum af því að ég var að læra á píanó og naglasöfnun ekki í boði. Þegar píanókennslustundunum fækkaði var ég orðin svo vön að vera með mínar klipptu neglur að mér fannst hreinlega óþægilegt að láta þær vaxa. Þannig hefur það verð síðan, mjög einfalt og þægilegt. Styð Ikea-ferð, samt sniðugt að setja kortið í frystinn á meðan

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 12:58

8 identicon

Gangi þér vel í IKEA ljúfan ;o) Ég lofa þér því að þú kemur út með allavega 5 hluti sem þú þarft engan veginn á að halda. Það gerist alltaf í IKEA.

Heiða (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 12:59

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alltaf í vandræðum með mínar neglur er alltaf naga þær uss ljótur siður. Skemmtu þér vel í IKEA.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 13:21

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Neglur vaxa alltaf betur á sumrin - það hlýtur að vera vitamínið frá sólinni. Oh ég hef ætlað í IKEA alla vikuna en er ekki farin enn!

Þetta verður súper ferð hjá þér - átt eftir að fá helling af hugmyndum.

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 13:35

11 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Var dugleg í gærkvöldi og tók mínar í gegn í gærkvöldi, maður verður að vera vel snyrtur þegar haldið er í borg óttans:)

Þarf í IKEA þegar ég fer suður, vantar 2 ramma en spurning hvort maður kemur með eitthvað meira út.  Kannski bara best að taka 2000kr. með sér inn, rammarnir kosta um 1000 kr. og ég get þá keypt eitthvað surprice fyrir 1000, það rýkur þá ekki úr kortinu mínu á eftir

Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.8.2007 kl. 19:08

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Óska eftir konu til að fara fyrir mig í IKEA og versla ýmislegt til heimilisins. 

Er haldin IKEA-fælni.

Hef nú þegar að snyrt neglurnar fyrir mánuðinn.

Svar sendist á ikeafaelni@simnet.is

Þröstur Unnar, 17.8.2007 kl. 19:15

13 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ef þú ferð í Ikea og kaupir flatpakka eins og oft slysast í innkaupakörfuna, er pottþétt að neglurnar brotna þegar farið verður að setja saman. Mæli með snyrtilega klipptum nöglum fyrir fólk sem er aktíft eins og ég er viss um að þú ert.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:29

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er hræðilegur nagari, mamma segir alltaf að ég hafi byrjað að naga neglurnar strax og ég fékk fyrstu tönnuna, þá setti ég puttana uppí mig og byrjaöi að smella í með nöglunum....

Ég hélt alltaf að hún væri að ýkja þangað til að Flóki fékk fyrstu tönnina og fór að gera það sama..

Guðríður Pétursdóttir, 17.8.2007 kl. 20:39

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara að athuga hvort allir séu ekki að hegða sér í kommentakerfinu hjá þér dúllan mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 20:52

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk dúllan mín.

Hvar er ég? 

Þröstur Unnar, 17.8.2007 kl. 21:00

17 Smámynd: Garún

Já ég á við svona svipað vandamál, nema að það eru alltaf aðrir að naga neglurnar á mér....Mér finnst líka gaman í IKEA og í BYKO.  Ég á t.d fullt af verkfærum sem ég mun aldrei nota eða veit hvað þau gera.  

Garún, 17.8.2007 kl. 21:32

18 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Bráðum heimsækirðu mig í pínulitla húsið við hlið IKEA...úje það verður stuð...

Garún...þetta verður eitthvað fyrir þig

Brynja Hjaltadóttir, 17.8.2007 kl. 21:43

19 Smámynd: Garún

Brynja!  Ég er að tryllast úr spenningi......draumurinn væri ef það yrði kannski blanda af t.d raftæki og verkfæra og sniðugt og hagkvæmt dót búð.  Er það að koma?

Garún, 17.8.2007 kl. 22:02

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

eg naga bara naglaböndin - sleppi nöglunum - ekki spyrja mig hvernig eg fer að þessu ...... ég sé mig aldrei gera þetta - verð hissa ef mer er sagt að eg se að naga .....

Marta B Helgadóttir, 17.8.2007 kl. 22:08

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nyja Ikea virkar þannig á mig að eg verð hrædd um að lokast inni þarna - að rata ekki ut.  Alltof stórt!

Marta B Helgadóttir, 17.8.2007 kl. 22:09

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. Kona bregður sér af bæ og þið eruð öll kolrugluð hérna inni í minni fjarveru.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 22:10

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......Ragnheiður var ung átján ára stúlka með nagaðar neglur. Ekki þó vegna þess að hún nagaði þær heldur faðir hennar.......

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 23:00

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hrönn. Oj....

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 23:08

25 identicon

OMG þið eruð yndisleg. Ég fer ekki ein í IKEA. Ég tínist. Ég er svo áttavillt alltaf að ég þarf tilsjónarmann með mér. Ég er búin að far 4 sinnum í nýja IKEA og tilsjónarmaðurinn með. Líka til að passa að ég kaupi ekki allt sem mig vantaði og vissi ekki um. Svo var ég að raspa neglurnar niður því þær voru mislangar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639952

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband