Leita í fréttum mbl.is

Hommafóbía

Mikið er rætt um prestastefnuna og úrslit hennar varðandi giftingu samkynhneigðra.

Finnst ykkur ekki athyglisvert hversu margir sem fagna úrslitunum tala um homma-giftingu, homma-kynlíf, homma-sambúð, homma homma homma homma.

Og allt eru þetta karlmenn sem taka svona til orða. Afhverju skyldi það vera? Mér langar til að benda þessum mönnum á kosningin snerist jafn mikið um giftingu lesbía. Þ.e. er kvenkyns útgáfunni af samkynhneigð. Tvær konur saman. Tvær konur sem elska hvor aðra líkamlega og andlega. Tvær konur sem vilja votta frammi fyrir guði ævarandi tryggð við hvor aðra. Samkynhneigt fólk er nebblega trúað líka.

Djísús. Þessir sömu menn hafa örugglega ekkert á móti tveimur stúlkum, nuddandi sér hvor upp við aðra á súlu eða í einni ljósblárri. Það er bara sexý, ekki satt. En tveir karlmenn nuddandi sér upp við hvorn annan, það er ekkert spennandi, er það?

Mér finnst þetta einungis benda til homma-fóbíu á háu stigi og hræðslu sem vanþekking skapar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta var málefnalegt innlegg Henry. Takk fyrir það.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Skyldu guðsmennirnir þ.e. karlarnir sem klæðast kjólum á hátíðisdögum, vita að þeir voru næstum því konur einu sinni og það er hellingur af konum í þeim. Læt þá um að kíkja á það. Því miður halda þeir dauðahaldi í fornritið, búnir að finna það út að ekki megi maður með manni leggjast eða kona með konu leggjast.  Jísús ... þetta er frá því í fornöld og að megninu til skrifað af blaðamönnum á lúsarlaunum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hann Sússi jafnaðarmaður frá Nasaret væri illur ef hann vissi hvernig snúið hefur verið út úr öllu sem hann lét frá sér á mótmælafundunum í den. 

Pálmi Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1639933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband